22.3.2009 | 18:34
Veisla á Anfield!
Það var veisla á Anfield í dag; 5-0 gegn Aston Villa. Mínir menn áttu stórleik, meira að segja Riera sem hefur ekki heillað mig í vetur. Það kom ekki að sök þótt hinum magnaða Fernando Torres hafi verið mislagðir fætur í leiknum. Hann er mannlegur eins og aðrir leikmenn og getur átt "down"-leik.
Markið sem Riera skoraði eftir sendingu frá Reina, markverði (!) var glettilega líkt marki sem Ásgeir Sigurvins. skoraði í landsleik gegn Austur-Þýskalandi á Laugardalsvelli 1975, eftir sendingu frá Sigga Dags., markmanni´. Deja Vu þar á ferð.
Það skyggði á ánægju mína með frammistöðuna að tilkynnt var fyrir leik að Bryce Morrison, "club secretary" Liverpool FC, hafi látist. Af því tilefni var mínútu þögn fyrir leikinn og leikmenn LFC léku með sorgarbönd. Ég hitti herra Morrison nokkrum sinnum á skrifstofu félagsins á Anfield og hann reyndist mér vel. Eftirminnilegur maður, af gamla skólanum og með stórt Liverpool hjarta.
Blessuð sé minning hans.
HH
Gerrard með þrennu og eins stigs munur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt 23.3.2009 kl. 23:38 | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
- RÉTTLÆTI.is Barátta fyrir 100 % endurgreiðslu sparifjár í peningabréfum Landsbankans
- ÍT ferðir Ferðaskrifstofa íþróttamannsins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var eiginlega meira dejavu frá síðasta leik þegar Dossena skoraði m+oti manutd.
Páll Geir Bjarnason, 22.3.2009 kl. 19:04
Vonandi heldur Reina áfram að gefa stoðsendingar.
Hörður Hilmarsson, 22.3.2009 kl. 19:07
Svo má ekki gleyma Reina. Er hann ekki að nálgast met Ray Clemence fyrir leiki án þess að fá á sig mark?
Guðmundur St Ragnarsson, 22.3.2009 kl. 19:12
Ég held að hann hafi slegið metið (eða jafnað það) í dag ... 100 leikir.
Hörður Hilmarsson, 22.3.2009 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.