19.4.2009 | 11:02
Frábærir tónleikar Stefáns Hilmarssonar
Ég fór á föstudagskvöldið á tónleika Stefáns Hilmarssonar, bæjarlistamanns Kópavogs, sem haldnir voru í Salnum. Stefán kom fram með mjög þéttu "bandi", auk þess sem Eyvi Kristjáns. leit inn og söng Nínu með bæjarlistamanninum og 16 ára sonur Stefáns lék á trommur í nokkrum lögum.
Þetta voru fínir tónleikar fyrir troðfullu húsi; söngvarinn í fínu formi og sagði sögur af tilurð laganna og öðru skemmtilegu inn á milli. Þótt Stebbi Hilmars. hafi um langt skeið verið afar vinsæll er ég ekki viss um að hann hafi alltaf notið sannmælis sem listamaður. Rödd hans hefur bara batnað með árunum og túlkun hans og tækni er í sérflokki. Þá hefur Stefán komið að samningu fjölmargra virkilega góðra laga, oftast með fallegum textum.
Tónleikarnir verða endurteknir enda varð uppselt nánast áður en farið var að auglýsa þá.
Hef ég heyrt að Stefán endurtaki leikinn 15. maí n.k. og hvet ég unnendur góðrar tónlistar til að missa ekki af frábærum tónleikum eins allra besta söngvara Íslands síðustu 20 árin.
Sunnudagskveðja
Tenglar
Mínir tenglar
- RÉTTLÆTI.is Barátta fyrir 100 % endurgreiðslu sparifjár í peningabréfum Landsbankans
- ÍT ferðir Ferðaskrifstofa íþróttamannsins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.