Staðreyndum hagrætt

Ég hef verið í bloggfríi, en þeim mun aktívari á Facebook. Magnað fyrirbæri og með fleiri fleti og möguleika en flestir gera sér grein fyrir.

En nú get ég ekki orða bundist, eftir að hafa lesið ummæli höfð eftir Tryggva Þór Herbertssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins í Mbl. í gær og heyrt Björn Þorra Viktorsson lögmann viðhafa svipaðar skoðanir. Tryggvi Þór segir að það sé "búið að tryggja sparifjáreigendur, að þeir muni ekki tapa innistæðum". Það er rangt. Þúsundir Íslendinga töpuðu 30-40% sparifjár síns í peningabréfareikningum stóru bankanna. Tryggvi segir einnig "þá var komið til móts við þá sem áttu í peningamarkaðssjóðum". Það má vel vera, en það er ekki aðalatriðið hvort bankarnir hafi sett fjármuni sem þeir fengu frá ríkinu inn í peningamarkaðssjóði sína. Aðal atriðið í að minnsta kosti tilfelli Landsbankans er að bankinn beitti ósannindum til að fá fólk til að flytja og setja sparifé sitt inn á peningabréfareikninga og sólundaði síðan þeim fjármunum sem inn á þessa reikninga söfnuðust, í eigin þágu og illa staddra fyrirtækja stærstu eigenda bankans. Fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn og þáverandi ríkisstjórn bera ábyrgð á því að þetta var liðið og látið óátalið.
Og til að bæta gráu ofan á svart, þá er fólk sem nýbúið er að ræna 1/3 hluta sparnaðar af nánast þjófkennt og stimplað sem fjármagnseigendur og fjárfestar. Hvílík öfugmæli, rangtúlkanir og óréttlæti.
Þegar stolið er af manni einni milljón króna sem hann geymir í banka, þá er hann ekki sáttur þótt þjófarnir skili 688 þúsundum. Hann vill fá 312 þúsundin sem upp á vantar. Og ef um hærri upphæð er að ræða, t.d. 10 milljónir sem tekist hefur að nurla saman á langri starfsævi, þá vill maður fá alla upphæðina til baka, ekki bara 6.8 milljónir. Flest venjulegt fólk munar um þrjár milljónir.
Að bera þetta mál saman við skuldir fólks sem til er stofnað af ýmsu tilefni er gersamlega út í hött.

Hún hefur ekki náð athygli fjölmiðla sú staðreynd að NBI, nýi Landsbankinn, hefur þverskallast við að veita umbeðnar upplýsingar til lögmanna fólks sem tapaði sparifé í peningamarkaðssjóði Landsbankans. Hvers vegna skyldi það vera? Er ekki ástæðan einfaldlega sú að menn vita upp á bankann skömmina? Að bankinn vélaði fólk til að færa sparifé sitt yfir í peningabréf, sagði ósatt um það sparnaðarform og sukkaði svo með peningana? Úr því að bankinn vill ekki veita upplýsingar um málið, þá á dómsvaldið einfaldlega að gera ráð fyrir að stefnendur hafi rétt fyrir sér og færa sönnunarbyrðina yfir á Landsbankann, þ.e. að bankinn verði að afsanna að hann hafi staðið rangt (ósiðlega/ólöglega) að málum við kynningu og markaðssetningu peningabréfreikninganna og síðar meðferð fjármuna sem saman söfnuðust.

Helgarkveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband