19.7.2009 | 12:53
Góð helgi !
Þetta er búið að vera ánægjuleg og gefandi fjölskylduhelgi.
Yngsta dóttirin, Birna Ósk, varð 15 ára á föstudaginn og af því tilefni fórum við fjölskyldan í bæinn.
Það var reyndar ekki auðvelt að fá borð fyrir 5 á þeim stöðum sem hugur afmælisbarnsins stóð til, en eftir um 2 klst. fengum við borð á Basil & Lime við Klapparstíg. Það er huggulegur staður og við fengum þar mjög góðan mat og góða þjónustu. Mæli með þessum veitingastað.
Í gær, laugardag, fórum við hjónin með 18 1/2 árs yngismeyna Söru Mildred í bæinn. Bílnum var lagt við Snorrabraut og við röltum Laugaveginn, Bankastrætið, niður á Austurvöll og til baka, með viðkomu í nokkrum verslunum (mæðgurnar, ég sat fyrir utan), á Vegamótum í sólbað og snarl o.fl. Þetta var 4-5 tíma pakki í góðu veðri að viðstöddu fjölmenni.
Grillaði svo gott svínakjöt í gærkvöldi og ítalskt rauðvínið rann ljúflega niður.
Bíltúr í dag, væntanlega í Hestvík við Þingvallavatn, að athuga hvort góðir vinir, Atli Már og Andrea, séu í bústað sínum.
Svona eiga helgar að vera !
Tenglar
Mínir tenglar
- RÉTTLÆTI.is Barátta fyrir 100 % endurgreiðslu sparifjár í peningabréfum Landsbankans
- ÍT ferðir Ferðaskrifstofa íþróttamannsins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.