Orð í belg

Góðan daginn,
Ég hef fylgst með umræðunni og því sem skrifað hefur verið um Ice-Save, ESB og önnur aðkallandi mál sem liggja þungt á þjóð okkar um þessar mundir.

Varðandi Ice-Save þá hef ég alltaf verið þeirrar skoðunar að það sé þeirra sem stofna til skulda, með einum eða öðrum hætti, að greiða þær. Ekki annarra sem eru svo heppnir eða óheppnir að vera af sama þjóðerni og það fólk sem stofnaði til skuldanna. Ekki hefði íslenskur almenningur fengið hagnaðinn ef betur hefði tekist til með Ice-Save og verkefnið skilað arði. Eigendur Landsbankans og yfirmenn hefðu gert það sama og þeir gerðu þrátt fyrir slæma stöðu bankans, þ.e. að hirða til sín og félaga í eigin eigu allt það lausafé sem þeir komust yfir. Þegar menn greiða sjálfum sér ótrúlegar upphæðir í arð og bónusa ofan á ofurlaun þegar fyrirtæki er á hraðri leið á hausinn, hvaða gera slíkir menn ekki þegar vel gengur í rekstri fyrirtækja?
Ekki minnkar siðleysið þá.
Sjá á www.altice.blog.is hvers vegna þjóðinni ber ekki að greiða Ice-Save samninginn skv. lögum og tilskipunum Evrópusambandsins sjálfs.

Innganga í ESB heillar mig ekki. Ég óttast svona bákn og held að við myndum missa mikið af því sjálfstæði sem okkur er kært. Sjálfstæði sem ásamt tungumálinu og sögu lands og þjóðar gerir okkur að því sem við erum í dag.

Gjaldeyrismál: Íslenska króna (ISK) er ónýtur gjaldmiðill og verður aldrei aftur brúkleg í þeim viðskiptum sem við þurfum að eiga við önnur lönd. Það má skipta um gjaldmiðil án þess að ganga í ESB. Flestir tala um evru (EUR), en það á ekki að útiloka aðrar lausnir s.s. USD eða NOK.

En það er ekki hægt að hanga inni við bloggskrif þegar veðrið er eins dásamlegt og í dag. Fleiri hugleiðingar og fleiri orð í belginn verða að bíða, kannski ekki betri tíma, en klárlega annars tíma.

Eigið ánægjulega verslunarmannahelgi !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband