Besti íþróttamaður heims ?

Er Usain Bolt, gazellan frá Jamaica, besti íþróttamaður heimsins í dag?
Það er auðvitað erfitt að bera saman íþróttamenn í ólíkum íþróttagreinum, en sem íþróttaáhugamaður í 50 ár finnst mér þessi ótrúlegi spretthlaupari vera á hraðri leið í hóp með Pelé, Michael Jordan, Tiger Woods og Muhammed Ali sem eru að mínu mati mestu íþróttamenn allra tíma.
Það er ótrúlegt að fylgjast með Bolt á hlaupabrautinni. Hann hefur nánast fullkominn hlaupastíl og maður hefur á tilfinningunni að hann geti ekki tapað, hvort heldur í 100 m eða 200 m hlaupi. Og hann virðist hafa þá trú sjálfur; geislar af sjálfstrausti og er nánast í eigin heimi þegar hann dansar og fíflast síðustu mínúturnar fyrir hlaup. Nú heyrist að Bolt finnist hann ekki fá nægilega keppni í hlaupunum og hann ætli að fara að leggja áherslu á langstökk. Það verður spennandi að fylgjast með því sem og framþróun þessa frábæra íþróttamanns á næstu árum. 
Með íþróttakveðju


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband