Hvaš svo ?

Nś žegar skżrsla rannsóknarnefndar Alžingis hefur veriš birt er spurning hvaš gerist nęst.
Hvaš mun žaš taka langan tķma žangaš til žeir ašilar sem geršust brotlegir viš lög verši sóttir til saka, dęmdir og žeim stungiš inn? Mašur reynir aš kenna börnum sķnum heišarleika og muninn į réttu og röngu. En hvernig į mašur aš svara žeim žegar žau spyrja eftir aš hafa horft į fréttir sķšasta sólarhrings af hverju ekki sé bśiš aš setja vissa menn ķ fangelsi? Žurfa menn aš nota kśbein viš bankarįn til aš verša sóttir af lögreglu og stungiš inn, į mešan dęmt er ķ mįlum žeirra? Fjįrmįlarįšherra sagši brśnažungur ķ gęr eitthvaš į žessa leiš: "Rįn var žaš og rįn skal žaš heita". Žetta er nįttśrulega rétt hjį manninum, en hvaš svo? Ef ég brżst inn ķ Landsbankann ķ nótt og ręni žeim krónum sem žar er aš finna, ef einhverjar, mį ég žį eiga von į žvķ aš ég geti leikiš mér fyrir afraksturinn ķ 2-3 įr eša meira, įšur en lögreglan bankar upp į og spyr, vonandi kurteislega, hvar ég hafi veriš ašfararnótt 14. aprķl 2010?
Skżrslan góša er įfellisdómur yfir stofnunum og embęttismönnum rķkisins, einkum fyrri rķkisstjórn, Fjįrmįlaeftirliti, Sešlabanka og Alžingi. Ašal brotamennina er žó aš finna ķ bönkunum, ķ hópi stęrstu eigenda og helstu stjórnenda stóru bankanna. Žeirra sem fįru rįnshendi um hirslur bankanna og hirtu sparnaš žśsunda Ķslendinga. Hvar eru žeir fjįrmunir? - "Follow the money" sagši Eva Joly og žaš er nįkvęmlega žaš sem žarf aš gera. Menn mega ekki komast upp meš aš ryksuga ķslensku bankana, flytja afraksturinn ķ erlenda banka og njóta glępsins sķšar, žegar um hęgist. Er virkilega enginn aš vinna ķ aš kyrrsetja allar eignir glępamannanna og leita uppi hvar žeir földu žżfiš? Er svona mikill munur ķ hugum žeirra sem gęta eiga laga og reglna ķ landinu, hvort glępamenn eru meš bindi eša kśbein?

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Aprķl 2024
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband