Hvíl í friði, minn kæri

Fylgdi Rúna Júl. vini mínum í dag. Athöfnin var afar falleg, tónlist í fyrirrúmi og allir flytjendur eiga mikið hrós skilið, ekki síst synir Rúnars, Baldur Þórir og Júlíus Freyr, við afar erfiðar aðstæður.
Prestinum, séra Skúli S. Ólafssyni, mæltist mjög vel enda annað varla hægt, því efnið var einstakt.

Ég þekkti Rúnar í áratugi og fannst mikið til hans koma, sem tónlistarmanns og ekki síður sem manneskju. Vona að mér hafi tekist að sýna honum á meðan hann lifði, hve mér þótti vænt um hann. Í endurminningunni stendur upp úr þegar hann kom óvænt í brúðkaupsveislu okkar Ritu fyrir 15 árum, tók "Þú ein" eins og enginn annar gat eða getur og síðan fékk brúðguminn að kyrja eitt lag með kappanum.

Mikill mannvinur er genginn og söknuðurinn er sár, missirinn mikill. Mestur er missirinn hjá fjölskyldu Rúnars, sem hann bókstaflega lifði fyrir, Maríu, Baldri, Júlíusi, tengdadætrum og barnabörnunum.
Þau og aðrir ættingjar og vinir Rúnars eiga samúð mína alla. Það er vonandi einhver huggun harmi gegn að finna allan þann kærleika og virðingu sem Rúnari og þeim er sýnd þessa döpru daga í desember.

Með vinsemd og innlegum jólakveðjum

Hörður Hilmarsson og fjölskylda

 


mbl.is Fjölmenni við útför Rúnars Júlíussonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 39982

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband