Þeir borgi Ice-save skuldir sem bera á þeim ábyrgð !

Ég fagna þessu stjórnarfrumvarpi, en það er fram komið allt of seint eins og svo margt í okkar samfélagi þessa mánuðina. "Það er of seint að byrgja brunninn" ... þegar skaðinn er skeður, en vissulega getur þetta komið í veg fyrir undanskot og skattfrelsi í náinni framtíð.

Það er annað sem ég hef hugleitt, en hvergi séð á prenti.
Hvers vegna er umræðan um endurgreiðslu vegna Ice-Save reikninga Landsbankans alltaf á þá veru að almenningur eigi að borga svo og svo mikið vegna þeirra?
Ekki stofnaði íslenskur almenningur til þessara reikninga og ekki hefði ísl. almenningur fengið hluta hagnaðar ef betur hefði farið. Hví í ósköpunum á almenningur þá að bera tjónið?

Það á að sjálfsögðu fyrst að ganga að þeim sem bjuggu þessa reikninga til enda hefði hagnaður af verkefninu fyrst og fremst runnið til þeirra. Ég er að tala um stærstu eigendur og helstu stjórnendur Landsbankans, þá sem réðu ferðinni. Þessir menn eiga flestir enn talsverðar eignir, mun meiri heldur en íslenskur almenningur og það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að ríkisvaldið byrji á því að herja á þá, ef/þegar kemur að endurgreiðslu vegna Ice-save. Allt annað er ósanngjarnt og óréttlátt.

Kveðja

Hörður Hilmarsson


mbl.is Tekið á skattaparadísum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Mikið er ág sammála ágæti Hörður!

Á morgun ætla ,,Raddir fólksins" á fundi sínum á Austurvelli að fara fram á að eignir ,,útrásarvíkinga" verði frystar.

Nú eiga allir að mæta - burt séð frá flokkspólitík.

Þar verða einnig kröfur um afnám verðtryggingar og kvótann til baka til þjóðarinnar - sem á auðlindina.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 27.2.2009 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 39971

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband