Til hamingju Simmi !

Til hamingju með frammistöðuna Sigmundur og frú Elín. Þetta er að verðleikum og þótt ég sé ekki kjósandi í kjördæminu þykir mér alltaf gott að sjá alvöru fólk með heilbrigða skynsemi (þið vitið "common sense" sem er ekki eins "common" og af er látið!) gefa kost á sér í það argaþras sem stjórnmálin eru. Vona bara að Sigmundur og aðrir væntanlegir þingmenn fylgi sannfæringu sinni, en láti ekki múlbinda sig á klafa flokkslínu og flokkshagsmuna.

Það er ekki nema eðlilegt að Sigmundur Ernir ákveði að flytja norður. Hann er frá Akureyri og er því að flytja heim aftur. Ég veit af eigin raun að Akureyri togar sterkt í fólk sem þar hefur búið. Sjálfur bjó ég á Akureyri um 5 ára skeið og fannst strax eftir eitt ár eða svo ég vera að koma heim, í hvert sinn sem ég þurfti að skreppa til Reykjavíkur eða til útlanda og kom aftur "norður".

Kveðja
Hörður


mbl.is Næsta skref að flytja norður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband