Til hamingju KR-ingar ... en 4. sætið er ekki viðunandi !

Til hamingju KR-ingar með sigurinn í VISA bikarkeppninni !
Það er alltaf gaman að vinna bikar, en ég vek athygli á því að sigur í bikarkeppni er engan veginn sambærilegur við sigur á Íslandsmóti. Bikarkeppni er skemmtilegt fyrirbæri þar sem neðri deildar lið fá tækifæri til að mæta félögum úr efstu deild og komast jafnvel alla leið, í úrslitaleikinn. Í ýmsum löndum, svo sem Svíþjóð, er lítið lagt upp úr bikarkeppninni, en sem betur fer er töluvert lagt upp úr keppninni hér á Íslandi, eins og gert er í Englandi og víða annars staðar.
Bikarkeppni er útsláttarkeppni og sem slík "happening" þar sem lið úr neðri deildum geta á góðum degi skákað mun betri liðum. Sigurvegari í bikarkeppni er ekki næstbesta lið landsins. Það lið á félagið sem varð í 2. sæti Íslandsmótsins. Ég skil gleði KR-inga vel og samfagna þeim með árangurinn í bikarnum, en félag eins og KR sem er með mannskap til að enda í einu af þremur efstu sætum Íslandsmótsins á ekki að gera sig ánægt með 4. sætið.

Með fótboltakveðju

Hörður Hilmarsson


HVAÐ ER Í GANGI?

Ætlar þessi vitleysa engan endi að taka?
Hverjir bera ábyrgð, þ.e. á þeim hluta vandans sem er heimatilbúinn? Þetta er ekki allt ástandinu á alþjóðamörkuðum að kenna. Hvar eru sjálfskipuðu fjármálasnillingarnir núna? Hvar eru flinkheitin?
Hvað er ríkisstjórnin að hugsa? Hvað ætlar hún að gera?
Erum við með lamaða stjórn og þing sem veitir henni ekkert aðhald?

Hörður Hilmarsson


mbl.is Hlutabréf og króna hríðfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert hik Breiðablik - Ólaf áfram !

Innilega sammála Dunna í pistlinum um nýja kynslóð knattspyrnuþjálfara á Íslandi og mjög góða frammistöðu þeirra fjögurra þjálfara sem hann nefnir. Ég tel Ólaf Kristjánsson í þeim hópi, jafnvel þótt Breiðablik hafi endað í 8. sæti Landsbankadeildarinnar 2008. Það er ekki eingöngu hægt að miða hæfni þjálfara út frá því hvaða sæti lið þeirra hafna í, ekki nema öll félögin hafi nákvæmlega jafn góðum leikmönnum á að skipa.
Ég þykist vita að Óli sé óánægður með útkomuna, en undir hans stjórn lék Breiðablik mjög vel í mörgum leikjum, þótt botninn hafi aðeins dottið úr undir lokin. Og það má ekki gleyma þeim ungu og efnilegum leikmönnum sem hann gaf tækifæri s.l. sumar. Nokkrir unnu sér sæti í landsliðum okkar, A og U-21 og einhverjir eru á leið í atvinnumennsku, nú eða síðar. Við erum að tala um leikmenn sem fáir þekktu fyrir keppnistímabilið 2008. Þjálfarinn hlýtur að eiga töluvert í frammistöðu þessara bráðefnilegu leikmanna. Ég vona að Blikar og Óli læri af reynslu nýliðins Íslandsmóts en haldi áfram að gleðja knattspyrnuáhugamenn með jákvæðri og góðri knattspyrnu, gjarnan með meiri árangri í stigasöfnun.

Með fótboltakveðju

Hörður Hilmarsson
mbl.is Ólafur hefur fullan hug á að halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þær leiðir virðast virka vel

Þorvaldur Örlygsson náði óvæntum og mjög góðum árangri með Fram-liðið í sumar og sama má segja um Kristján Guðmundsson, þjálfara Keflavíkur. Bæði lið stóðu sig betur í Landsbankadeildinni en reiknað hafði verið með og það sama gildir um Fjölni sem Ásmundur Arnarsson stýrði. Og Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, stendur uppi sem sigurvegari á sínu 1. ári sem aðalþjálfari, reyndar með besta mannskapinn, en það hefur ekki alltaf reynst nóg til að vinna Íslandsmót.  Bestu einstaklingarnir mynda ekki alltaf besta liðið, en svo varð reyndar í ár.

Til hamingju Heimir, Kristján, Þorvaldur og Ásmundur með mjög góðan árangur í þjálfun 2008!

Fótboltakveðja

Hörður Hilmarsson

 


mbl.is Þorvaldur Örlygsson: Fer mínar eigin leiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju strákar!

Til hamingju strákar með upphefðina.
Hlakka samt til að sjá hverja leikmenn Landsbankadeildarinnar sjálfir velja sem besta leikmanninn og þann efnilegasta. Með fullri virðingu fyrir Morgunblaðinu og íþróttafréttariturum þess, þá er mest vægi fólgið í vali leikmanna og þjálfara félaganna, sem kunngjört er á Lokahófi Landsbankadeildarinnar. En "Moggaleikmaður ársins" er einnig fín viðurkenning.

Fótboltakveðja

Hörður Hilmarsson


mbl.is Gunnleifur og Guðjón efstir í einkunnagjöfinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótel Rangá er flottur staður

Bauð konunni í óvissuferð um helgina. Sló tvær flugur í einu höggi og heimsótti Hótel Rangá sem ég átti eftir að skoða til að athuga hvort við getum nýtt hótelið fyrir erlenda gesti ÍT ferða - IT Travel. Hótelið er glæsilegt og gaman að það skuli vera til 4ra stjörnu hótel "úti í sveit", en samt í aðeins rúmlega klukkutíma akstursfjarlægð frá Stór-Kópavogssvæðinu (!). Við borðuðum á hótelinu og fyrir valinu varð 4ra rétta samsettur matseðill sem reyndist vera einhver albesta máltíð sem við höfum lengi fengið ..... og erum við þó góðu vön. Það er ljóst að Friðrik Pálsson, Björn Eriksson hótelstjóri og þeirra fólk kann vel til verka, því allur pakkinn, gisting, matur og þjónusta svínvirkaði. Það verður enginn svikinn af heimsókn eða dvöl á Hótel Rangá hvort sem tilgangur er fundur utan erils höfuðborgarsvæðisins, afmæli, brúðkaup eða annað.
Gef staðnum mín bestu meðmæli og hlakka til að koma aftur.
Takk fyrir okkur.

Hörður Hilmarsson og frú


Ótrúlegur endir á skemmtilegu móti

Lokaumferð Landsbankadeildarinnar stóð svo sannarlega undir væntingum. Háspenna a la Hitchcock og FH stóð uppi sem sigurvegari. FH-ingar eru mjög vel að Íslandsmeistaratitlinum komnir. Þeir eru með besta mannskapinn og leika besta fótboltann þegar leikmenn liðsins eru á pari.
Keflvíkingar eru sjálfsagt mjög svekktir og þeir eiga að vera það. Samt geta þeir borið höfuðið hátt, því þeir áttu fínt sumar og settu óneitanlega mjög skemmtilegan svip á Landsbankadeildina í ár.
Fram átti sömuleiðis mjög gott mót, eftir mörg mögur ár. Önnur félög geta verið misánægð með frammistöðu sinna liða; Fjölnismenn náðu góðum árangri, KR er með mannskap til að vera í einu af þremur efstu sætunum og Valur náði aldrei sama flugi og í fyrra og endaði á eðlilegum stað, miðað við mannskap.
Blikar luku mótinu illa eftir að hafa glatt knattspyrnuunnendur með góðum leik lengst af sumri og vonbrigði sumarsins eru klárlega ÍA,  en ég þekki Skagamenn illa ef þeir koma ekki tvíefldir til leiks næsta sumar og vinna sig strax aftur upp í efstu deild.

Skemmtilegu knattspyrnusumri á Íslandi lýkur á næstu vikum, með bikarúrslitaleik og landsleikjum, en kvennalið Vals og íslenska kvennalandsliðið eiga mikilvæga leiki eftir áður en stelpurnar komast í frí.

Að Landsbankadeildinni lokinni segi ég, takk fyrir mig og hlakka til Íslandsmótsins 2009.

Með knattspyrnukveðju

Hörður Hilmarsson


mbl.is FH-ingar lyfta Íslandsbikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TIL HAMINGJU FH-INGAR !

Til hamingju FH-ingar, leikmenn, Heimir stórþjálfari, Jón Rúnar, Pétur Steph. og allir hinir.
Þið eruð flottir og verðugir Íslandsmeistarar.

Með fótboltakveðju

Hörður Hilmarsson


mbl.is FH Íslandsmeistari 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stelpurnar okkar !

Baráttukveðjur til íslenska kvennalandsliðsins, þjálfaranna Sigga Ragga og Guðna og allra sem koma að málefnum landsliðsins. Hvernig sem allt fer þá eruð þið "stelpurnar okkar" (nema Siggi og Guðni!). Við erum stolt af ykkur!

Áfram ÍSLAND !!!

Hörður Hilmarsson


mbl.is Byrjunarlið Íslands sem mætir Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með fyrri eigendur West Ham?

Góður punktur hjá Óttari Felix.
Annar punktur: Núverandi eigandi West Ham hlýtur að eiga kröfu á hendur fyrri eigendum sem stýrðu félaginu þegar Argentínumennirnir voru fengnir til félagsins, ekki satt? Þarna er um gríðarlega fjármuni að ræða og málið allt hið skrýtnasta. Hver er staða enska knattspyrnusambandsins í málinu? Getur sambandið veitt leikheimild og svo verið stikkfrí þegar kemur að skuldadögum?
Fótboltakveðja
Hörður Hilmarsson
mbl.is Tíu leikmenn vilja bætur frá West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband