Alltaf sama útlendingadekrið !

Það er alltaf sama útlendingadekrið í okkur Íslendingum. Mikill fjöldi fólks og fyrirtækja hefur verið rændur 30-40 % af sparnaði sínum og öllum er sama, á meðan vandræði útlendinga eru sett í forgang hjá bönkum og stjórnvöldum. Og fjölmiðlarnir dansa með. Það má ekki koma hingað útlendingur sem hefur tapað á viðskiptum sínum við íslenskan banka, án þess að viðkomandi sé hampað í sjónvarpi og blöðum, en þúsundir sparsamra Íslendinga sem tapað hafa milljónum (margir tugmilljónum) á peningabréfasjóðum bankanna eru víst engin frétt.

Ég er ekki að segja að það hafi ekki átt að reyna að komast að samkomulagi varðandi IceSave reikningana, en stjórnvöld mega ekki gleyma þeim fjölda Íslendinga sem átti sparnað inni hjá íslensku bönkunum og var hlunnfarinn um stóran hluta þess sparnaðar.

Kveðja

Hörður


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsókn til Madrid

Er í heimsókn hjá elstu dótturinni, Bryndísi, sem býr í Madrid ásamt Fran, mannsefni sínu. Thau búa heima hjá foreldrum Fran í Pozuelo, útborg Madrid. Unga parid aetlar ad gifta sig 21. ágúst 2009, í Madrid, og vid fórum í gaer ad skoda kastalann thar sem baedi athoefnin og veislan fara fram. Thetta verdur stórglaesilegt, eins og haefir thessu glaesilega og vel gerda unga fólki. Ég gaeti ekki verdi heppnari med fyrsta tengdasoninn og foreldrar Fran, Isabel og Francisco Muñoz, gaetu ekki fengid betri né fallegri tengdadóttur.

Gódar kvedjur

Hoerdur


Lögfræðingur óskast !

Þetta er ekki í lagi !!!
Stjórnvöld verða að skilja að ef inneignir fólks og fyrirtækja í peningabréfum og peningamarkaðssjóðum verða ekki að fullu bættar eins og annað sparifé, þá mun það hafa alvarlegar afleiðingar þar sem mörg fyrirtæki munu draga saman eða hætta starfsemi með tilheyrandi uppsögnum og atvinnuleysi, fólk missi húsnæði sitt o.fl. o.fl. Auk þess munu fjölmargir einstaklingar tapa yfir 30 % ævisparnaðar og gætu þurft að vera upp á ríki og sveitarfélög komnir síðasta hluta ævinnar. Er það betra en að bæta strax skaðann sem bankarnir skópu?

Krafan er einföld: Íslenska ríkið geri ekki greinarmun á tegund sparnaðar og bæti að fullu inneignir fólks í peningabréfum og peningamarkaðssjóðum, eins og annan sparnað fólks og fyrirtækja. Það gengur ekki að hegna fólki fyrir að lifa sparsamt og leggja fyrir til mögru áranna. Nú eru mögru árin að skella á okkur og þá þurfum við á okkar sparifé og varasjóðum að halda. Það gengur ekki að taka (mér liggur við að segja stela) sparnaðinn af okkur, ofan á allt annað!

Ég sætti mig ekki við skerðingu á þeim höfuðstól sem ég og fyrirtæki mitt lögðu í peningabréf skv. ráðleggingum starfsmanna bankans, sem kallar þau í tölvubréfi sparireikning sem "ber góða vexti, enga áhættu og er alltaf laus".

Einhver hlýtur að bera ábyrgð, ef ekki fyrrverandi eigendur bankanna þá núverandi. - Lögfræðingur óskast !

Reykjavík 28. október 2008
Hörður Hilmarsson

mbl.is Landsbankinn greiðir upp peningamarkaðssjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær sigur Liverpool, en ..... !

Þetta var frábær sigur hjá mínum mönnum í Liverpool FC, en ég er enn á því að Chelsea verði í toppsætinu, þegar það skiptir mestu máli, eftir síðasta leikinn næsta vor. Chelsea er með firnasterkan hóp, mun breiðari en Liverpool og jafnbetri en Man. Utd. og Arsenal. Í dag voru þeir án Essien, Ballack, Drogba o.fl. Við vorum án Torres ..... og reyndar Skrtel, en Agger er ekki síðri leikmaður. En vissulega heldur maður í vonina; það er orðið allt of langt síðan síðast. - Carragher og Gerrard eiga skilið Englandsmeistaratitil fyrir tryggðina við félagið og frábæra frammistöðu í gegnum árin.

You´ll Never Walk Alone !

Hörður


mbl.is Liverpool lagði Chelsea - Fyrsta tap Chelsea á Brúnni í 4 ár og 8 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram stelpur!

Fín úrslit í dag. Nú er það bara að klára dæmið á fimmtudaginn.

Áfram stelpur ! Áfram Ísland !

Með fótboltakveðju

Hörður Hilmarsson


mbl.is Ísland færðist skrefi nær EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Phil!

Aldeilis frábær byrjun hjá nýliðum Hull City, en það er ekkert unnið enn, aðeins mjög góð byrjun sem gefur líkur á að það sem hlýtur að vera aðal markmið félagsins í vetur náist, þ.e. að halda sætinu í efstu deild. Er á meðan er og það hlýtur að vera gaman að vera leikmaður og stuðningsmaður Hull City núna. Og varðandi stjórann, Phil Brown, þá verð ég að snara mér yfir á enskuna:
"This couldn´t happen to a nicer fellow".
Vona að Phil og Hull City gangi sem allra best á tímabilinu og að liðið endi í topp 10. Það væri topp árangur.

Fótboltakveðja

Hörður


mbl.is Phil Brown: Byrjunin draumi líkast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegan vetur !

Hvernig skyldi standa á því að við óskum hvert öðru gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn á sumardaginn fyrsta og fyrst á eftir, en maður heyrir sjaldan "Gleðilegan vetur og takk fyrir sumarið"?

Ég vona samt að við eigum öll ánægjulegan vetur og að okkur takist sem fyrst að vinna okkur út úr núverandi efnahagsfárviðri. Það er sagt að öll él birti upp um síðir og þessu fárviðri mun einnig slota.

Með baráttukveðjum

"When the going gets tough... !

HH


Kósý-kvöld

Að tillögu yngstu dótturinnar, Birnu, var kósý kvöld í gær, föstudag. Leigður diskur,  ís, snakk og gos keypt... allur pakkinn. Við hjónin, báðar stelpurnar sem heima búa, Sara M. og Birna Ósk og Rakel, vinkona Söru. Það stóð til að sjá "Djöflaeyjuna" en Birna er að lesa bókina í skólanum. Hún fannst ekki á þremur leigum svo það varð amerískt léttmeti í staðinn, What Happens in Vegas (stays in New York, viðbót HH) með Cameron Diaz og Ashton Kutcher (af amerísku krúttkynslóðinni); ágætis vitleysa sem hentaði tilefninu vel.

Þetta var góður endir á vinnuvikunni og þarft framtak hjá Birnu að efna til fjölskyldukvölds. Það er aldrei of mikið af slíku.

HH


ÚH er mjög gott verkefni

Það er ekki laust við að maður öfundi það fólk og fyrirtæki sem nú er að taka þátt í ÚH verkefni Útflutningsráðs. Mitt fyrirtæki tók þátt í ÚH12 fyrir 7 árum og ég minnist þess tíma með hlýju og þakklæti. Maður kynntist góðu fólki, heimsótti staði á Íslandi í fyrsta sinn og lærði heilmikið.
Upp úr stendur fólkið, bæði forsvarsmenn Ú.Í. og þátttakendur í verkefninu.
Ég hef aldrei þakkað nógsamlega fyrir mig. KÆRAR ÞAKKIR !

Með ÚH - kveðju

Hörður Hilmarsson


mbl.is Verkefnið Útflutningsaukning og hagvöxtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þýðir þetta?

Hvað þýðir þetta fyrir þá keyptu peningabréf Landsbankans fyrir sitt sparifé eða varasjóð?

Ég hef hitt og heyrt í fjölmörgum aðilum sem bíða í ofvæni eftir því hvað verður um sparifé þess eða varasjóð fyrirtækja þeirra. Starfsmenn (ráðgjafar) Landsbankans voru duglegir við að benda á peningabréfin sem ákjósanlegan kost til að geyma handbært fé, því þau "bera góða vexti, enga áhættu og eru alltaf laus", eins og segir í bréfi frá einum ráðgjafanum, sem hafði samband að fyrra bragði við aðila mér nákominn.

Hver ber ábyrgð ef fólk fær ekki allan höfuðstólinn endurgreiddan?
Hvert getur fólk snúið sér til að leita réttar síns?

Með vinsemd

Hörður Hilmarsson


mbl.is Engin hlutabréf í eignasafni peningamarkaðssjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband