15.1.2009 | 00:24
Eigendur bankanna sukkuðu með fjármuni og sparnað almennings
Það er vel skiljanlegt að fólk sem fékk einhverjar bætur vegna íbúðarhúsnæðis sem eyðilagðist í jarðskjálftunum hafi ákveðið að geyma þá fjármuni inni á peningabréfum eða peningamarkaðsreikningum meðan ákveðið var hvað gera skyldi við bæturnar.
Kynning bankanna og skilningur almennings var samhljóða, þ.e. þetta voru bankareikningar sem báru góða vexti, enga áhættu og voru alltaf lausir, a.m.k. kynnti Landsbankinn sín peningabréf þannig. Landsbankinn kynnti peningabréfin gjarnan ásamt svo kölluðum vaxtareikning, en ekki var tíundað að annað reikningsformið bæri einhverja áhættu en hitt ekki. Fólk sem fékk örorkubætur, hlaut arf eða átti einhvern sparnað eftir ævilangt strit setti einnig, oft eftir mikla hvatningu frá sínum viðskiptabanka/þjónustufulltrúa, alla fjármuni sína í peningabréf. Fólk var blekkt. Hver ber ábyrgð?
Það er ekki nóg með að kynning og markaðssetning peningabréfanna hafi verið siðlaus og væntanlega ólögleg. Meðhöndlun fjármuna fólks sem setti sparnað sinn í peningabréf var eitthvert ósvífnasta sukk sem sá sem þessar línur ritar hefur kynnst. Hver ber ábyrgð?
Hvar var FME og aðrir þeir aðilar sem eiga að vernda almenning fyrir óprúttnum bankamönnum sem svifust einskis í þeirri viðleitni sinni að komast yfir eigur almennings?
Hvenær verður flett ofan af sukki eigenda bankanna með fjármuni (sparnað) almennings í eigin þágu og sinna fyrirtækja?
Ætlar ríkisstjórnin virkilega að loka augunum fyrir því siðleysi og þeirri lögleysu sem þarna átti sér stað?
Ætla alþingismenn að sitja hjá þegar 1/3 af ævisparnaði eldra fólks og annarra er rænt af siðlausum bankamönnum og bankaeigendum sem greinilega kunna ekki að skammast sín.
Þolinmæði mín er á þrotum. Ég vil svör og ég vil aðgerðir. Ég vil réttlæti!
Hörður Hilmarsson
![]() |
Tjónabætur í peningamarkaðssjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 03:10 | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
- RÉTTLÆTI.is Barátta fyrir 100 % endurgreiðslu sparifjár í peningabréfum Landsbankans
- ÍT ferðir Ferðaskrifstofa íþróttamannsins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.