Til hamingju KR-ingar ... en 4. sætið er ekki viðunandi !

Til hamingju KR-ingar með sigurinn í VISA bikarkeppninni !
Það er alltaf gaman að vinna bikar, en ég vek athygli á því að sigur í bikarkeppni er engan veginn sambærilegur við sigur á Íslandsmóti. Bikarkeppni er skemmtilegt fyrirbæri þar sem neðri deildar lið fá tækifæri til að mæta félögum úr efstu deild og komast jafnvel alla leið, í úrslitaleikinn. Í ýmsum löndum, svo sem Svíþjóð, er lítið lagt upp úr bikarkeppninni, en sem betur fer er töluvert lagt upp úr keppninni hér á Íslandi, eins og gert er í Englandi og víða annars staðar.
Bikarkeppni er útsláttarkeppni og sem slík "happening" þar sem lið úr neðri deildum geta á góðum degi skákað mun betri liðum. Sigurvegari í bikarkeppni er ekki næstbesta lið landsins. Það lið á félagið sem varð í 2. sæti Íslandsmótsins. Ég skil gleði KR-inga vel og samfagna þeim með árangurinn í bikarnum, en félag eins og KR sem er með mannskap til að enda í einu af þremur efstu sætum Íslandsmótsins á ekki að gera sig ánægt með 4. sætið.

Með fótboltakveðju

Hörður Hilmarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband