Enga svartsýni, en ekki meira af óhóflegri bjartsýni, takk.

Í fárviðri síðustu daga, í eiginlegri sem óeiginlegri merkingu, vöruðu ýmsir almenning við því að leggjast í svartsýni og volæði, því það sé þrátt fyrir allt bjart framundan, þótt miklir erfiðleikar blasi við á næstu dögum, vikum og mánuðum. Ekki vil ég mæla svartsýni bót, en það var ekki svartsýni sem kom okkur í þau vandræði sem þjóðarbúskapurinn er nú kominn í. Ætli það hafi ekki frekar verið óhófleg bjartsýni og ofurtrú nokkurra "snillinga" á eigin flinkheitum. Og margir smituðust.
Það er óskandi að fólk almennt læri af biturri reynslu núverandi ástands og temji sér meira jafnlyndi og stöðugleika .... hvorki óhóflega bjartsýni né bölmóð og svartsýni. Ætli orðið sem ég er að leita að sé ekki raunsæi .... bæði gagnvart ríkjandi ástandi og möguleikum okkar í náinni framtíð.

Baráttukveðjur

Hörður Hilmarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 39993

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband