Maður fólksins !

Í vikunni sem leið varð ljóst hverjir bjóða sig fram í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í vor. Þar á meðal er Ingi Björn Albertsson sem nú hyggur á endurkomu í pólitíkina. Ingi er ekki bara góður vinur, hann er líka góður maður sem á fullt erindi á þing aftur, en hann var þingmaður í 8 ár fyrir nokkrum árum og þótti standa sig mjög vel. Ingi Björn barðist m.a. þingmanna harðast fyrir því að keypt yrði björgunarþyrla til landsins. Sú þyrla bjargaði fleirum úr lífsháska en nokkuð annað björgunartæki hingað til. Ingi hefur heiðarleika og sanngirni að leiðarljósi og er óskandi að Sjálfstæðismenn í Reykjavík beri gæfu til að veita honum gott brautargengi í prófkjörinu. Það yrði flokknum og þjóðinni til góðs. Við Íslendingar þurfum heiðarlegt fólk með heilbrigða skynsemi á Alþingi. Ingi Björn Albertsson er þeirrar gerðar.
Ingi Björn er maður fólksins.

Kveðja
Hörður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 39971

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband