10.3.2009 | 23:47
Hvílíkur leikur - hvílíkir leikmenn !!!
Aldeilis stórbrotin frammistaða hjá Liverpool í kvöld. Steven Gerrard sýndi enn einu sinni hvílíkur klassaleikmaður hann er og Torres er "awesome". Margir aðrir mjög góðir fótboltamenn eru í liðinu s.s. Alonso, Carragher, Mascherano, Reina og hinn ódrepandi Kuyt, en Gerrard og Torres eru í sérflokki ..... heimsklassa. Hvílíkir leikmenn !
Svo má vel vera að Liverpool tapi á Old Trafford á laugardaginn, en það er önnur saga, annar leikur.
Í kvöld voru mínir menn frábærir.
Fótboltakveðja
Hörður
Steven Gerrard: Vorum ógnvekjandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2009 | 13:46
Skylduáhorf á Evu Joly í Silfri Egils í dag !!!!!
Þetta er skylduáhorf !
Kveðja
8.3.2009 | 07:35
Helgarpistill
Er ánægður með helgina ... "so far".
Fengum góðvin okkar í mat á föstud.kvöldið. Sá býr í Svíþjóð, en fylgist betur með því sem gerist á Íslandi en margir sem hér búa. Það var því gaman að heyra skoðanir hans á því sem hefur verið í gangi á Fróni, því "glöggt er gests augað" og vinurinn með skemmtilegan vinkil á því skipbroti sem íslenskt samfélag hefur beðið. Eins og góðra manna er von og vísa kom vinurinn góði ekki eingöngu með gagnrýni á það sem liðið er heldur einnig uppbyggilegar og gjaldeyrisskapandi hugmyndir, s.s. í ferðaþjónustu. Það verður látið reyna á þær.
Laugardagsmorguninn var bjartur og fagur við Elliðavatnið. Það þýddi góðan göngutúr niður að vatninu. Mjög hressandi byrjun á deginum.
Góður vinnufundur í hádeginu með kollega sem kom færandi hendi með eitt stykki samstarfsaðila í Englandi sem vill senda hópa til Íslands. Mjög jákvætt og spennandi.
Bíó undir kvöldið. Gran Torino með hinum aldna heiðursmanni Clint Eastwood í fínu formi sem virkilega "grumpy old man". Góð mynd og skemmtileg.
Eftir afar rólegt laugardagskvöld er eðlilegt og notalegt að vakna snemma á sunnudagsmorgni og eiga daginn framundan til að gera það sem hugurinn stendur til; fara kannski í ræktina, vinna aðeins, skreppa í bíltúr, gera klárt fyrir næstu vinnuviku. Lífið er barátta þessa dagana og vikurnar og þá er gott þegar hægt er að nýta helgarnar til hvíldar og til að endurhlaða batteríin.
Eigið góðan sunnudag!
Hörður
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2009 | 06:42
Til hamingju Simmi !
Til hamingju með frammistöðuna Sigmundur og frú Elín. Þetta er að verðleikum og þótt ég sé ekki kjósandi í kjördæminu þykir mér alltaf gott að sjá alvöru fólk með heilbrigða skynsemi (þið vitið "common sense" sem er ekki eins "common" og af er látið!) gefa kost á sér í það argaþras sem stjórnmálin eru. Vona bara að Sigmundur og aðrir væntanlegir þingmenn fylgi sannfæringu sinni, en láti ekki múlbinda sig á klafa flokkslínu og flokkshagsmuna.
Það er ekki nema eðlilegt að Sigmundur Ernir ákveði að flytja norður. Hann er frá Akureyri og er því að flytja heim aftur. Ég veit af eigin raun að Akureyri togar sterkt í fólk sem þar hefur búið. Sjálfur bjó ég á Akureyri um 5 ára skeið og fannst strax eftir eitt ár eða svo ég vera að koma heim, í hvert sinn sem ég þurfti að skreppa til Reykjavíkur eða til útlanda og kom aftur "norður".
Kveðja
Hörður
Næsta skref að flytja norður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2009 | 23:26
Pistill helgarinnar
Skrepp til London um helgina, út á laugardegi, heim á sunnud.kvöldi. Getur varla verið styttra.
Tveir fótboltaleikir í ferðinni, Arsenal-Fulham laugardag og West Ham-Man. City á sunnudag.
Megið þið kæru bloggvinir og aðrir bloggarar eiga góða helgi!
Kveðja
Hörður
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 16:02
Þeir borgi Ice-save skuldir sem bera á þeim ábyrgð !
Ég fagna þessu stjórnarfrumvarpi, en það er fram komið allt of seint eins og svo margt í okkar samfélagi þessa mánuðina. "Það er of seint að byrgja brunninn" ... þegar skaðinn er skeður, en vissulega getur þetta komið í veg fyrir undanskot og skattfrelsi í náinni framtíð.
Það er annað sem ég hef hugleitt, en hvergi séð á prenti.
Hvers vegna er umræðan um endurgreiðslu vegna Ice-Save reikninga Landsbankans alltaf á þá veru að almenningur eigi að borga svo og svo mikið vegna þeirra?
Ekki stofnaði íslenskur almenningur til þessara reikninga og ekki hefði ísl. almenningur fengið hluta hagnaðar ef betur hefði farið. Hví í ósköpunum á almenningur þá að bera tjónið?
Það á að sjálfsögðu fyrst að ganga að þeim sem bjuggu þessa reikninga til enda hefði hagnaður af verkefninu fyrst og fremst runnið til þeirra. Ég er að tala um stærstu eigendur og helstu stjórnendur Landsbankans, þá sem réðu ferðinni. Þessir menn eiga flestir enn talsverðar eignir, mun meiri heldur en íslenskur almenningur og það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að ríkisvaldið byrji á því að herja á þá, ef/þegar kemur að endurgreiðslu vegna Ice-save. Allt annað er ósanngjarnt og óréttlátt.
Kveðja
Hörður Hilmarsson
Tekið á skattaparadísum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2009 | 15:44
Hvers lags bull er þetta?
"Seðlabankanum tókst ekki að útvega sér fé, sem var algjörlega nauðsynlegt, og því versnaði staðan í bankakerfinu jafnt og þétt eftir því sem leið á árið, sagði Sigurður Einarsson.
Er ekki allt í lagi? Seðlabankanum tókst ekki að útvega sér fé segir maðurinn, en var ekki ríkissjóður skuldlaus um þetta leyti og með ágætan varasjóð, þótt ekki dygði hann til að bakka upp "æfingar" bankanna í útlöndum. Ef Seðlabankanum hefði tekist að útvega sér meira fé, hefði það væntanlega farið í hítina. Það hefði þurft mikið fé til að bjarga bönkunum eftir útrás ævintýramanna undanfarin ár. Nær að þeir hefðu séð að sér í tíma og hægt á vextinum og minnkað sukkið sem fylgdi.
Kveðja
Hörður
Ekki brugðist við varúðarorðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2009 | 11:53
Flottur !
Hann er flottur frændi minn og göngugarpurinn Sæmundur Þór Sigurðsson. Hann hefur væntanlega erft göngugenið og og útivistarþörfina frá móður sinni, Hjördísi Hilmarsdóttur, umsjónarmanni gönguferða hjá ÍT ferðum.
Mér skilst að Sæmi muni fljótlega eftir heimkomu verða með myndasýningu úr ferðinni og kynningu á göngu- og ævintýraferð(um) á vegum ÍT ferða.
Á toppi Vesturheims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2009 | 19:35
Pistill helgarinnar - Af bíó og bolta
Fór í bíó á föstudagskvöldið með frúnni og tengdamömmu. Sáum stórgóða mynd, The Reader með Kate Winslet í Óskarsverðlaunaformi. Þetta var 5. myndin sem við sjáum á þessu ári og allar hafa þær verið mjög góðar, þótt ólíkar séu. Doubt, Revolutionary Road, The Changeling og Slumdog Millionaire. Eigum enn eftir að sjá Benjamin Button, The Wrestler, Frost/Nixon, Milk og jafnvel Valkyrie. Það er gaman að fara í bíó og sjá góða mynd og góðan leik.
Á sunnudagsmorgnum nýt ég þess að vakna snemma og horfa á endursýningar af leikjum í spænska fótboltanum sem fram fara á laugardagskvöldi. Þessa helgina sá ég tvo skemmtilega leiki, Barcelona gegn Espanyol og Real Madid - Real Betis. Barcelona tapaði óvænt gegn grönnum sínum, en það er alltaf gaman að horfa á Messi, Xavi, Alaves o/co, jafnvel þótt þeir tapi.
Real Madrid var í miklu stuði gegn Betis og vann 6-1 !!! Ég lét mér nægja að horfa á fyrri hálfleikinn, enda voru öll mörkin komin þá og sýnt að menn myndu taka því rólega í seinni hálfleik til að hvíla sig fyrir stórleikinn gegn Liverpool í Meistaradeildinni næsta miðvikudag. Hinn magnaði Raul, fyrirliði RM gerði tvö stórkostleg mörk og er eins og gott spænskt rauðvín, verður bara betri og betri með árunum.
Ég sá svo Liverpool misstíga sig enn eina ferðina og gera jafntefli gegn Man. City og finnst sannast sagna litlar líkur á að Liverpool hafi eitthvað í Real Madrid að gera næsta miðvikudag. Spánarmeistararnir eru bara miklu betri um þessar mundir. En það er reyndar spurning hvort Steven Gerrard verði með Liverpool. Það er ekki sama Liverpool FC með og LFC án Gerrard.
Kveðja
Hörður
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2009 | 19:11
Maður fólksins !
Í vikunni sem leið varð ljóst hverjir bjóða sig fram í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í vor. Þar á meðal er Ingi Björn Albertsson sem nú hyggur á endurkomu í pólitíkina. Ingi er ekki bara góður vinur, hann er líka góður maður sem á fullt erindi á þing aftur, en hann var þingmaður í 8 ár fyrir nokkrum árum og þótti standa sig mjög vel. Ingi Björn barðist m.a. þingmanna harðast fyrir því að keypt yrði björgunarþyrla til landsins. Sú þyrla bjargaði fleirum úr lífsháska en nokkuð annað björgunartæki hingað til. Ingi hefur heiðarleika og sanngirni að leiðarljósi og er óskandi að Sjálfstæðismenn í Reykjavík beri gæfu til að veita honum gott brautargengi í prófkjörinu. Það yrði flokknum og þjóðinni til góðs. Við Íslendingar þurfum heiðarlegt fólk með heilbrigða skynsemi á Alþingi. Ingi Björn Albertsson er þeirrar gerðar.
Ingi Björn er maður fólksins.
Kveðja
Hörður
Tenglar
Mínir tenglar
- RÉTTLÆTI.is Barátta fyrir 100 % endurgreiðslu sparifjár í peningabréfum Landsbankans
- ÍT ferðir Ferðaskrifstofa íþróttamannsins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar