Veisla á Anfield!

Það var veisla á Anfield í dag; 5-0 gegn Aston Villa. Mínir menn áttu stórleik, meira að segja Riera sem hefur ekki heillað mig í vetur. Það kom ekki að sök þótt hinum magnaða Fernando Torres hafi verið mislagðir fætur í leiknum. Hann er mannlegur eins og aðrir leikmenn og getur átt "down"-leik.

Markið sem Riera skoraði eftir sendingu frá Reina, markverði (!) var glettilega líkt marki sem Ásgeir Sigurvins. skoraði í landsleik gegn Austur-Þýskalandi á Laugardalsvelli 1975, eftir sendingu frá Sigga Dags., markmanni´. Deja Vu þar á ferð.

Það skyggði á ánægju mína með frammistöðuna að tilkynnt var fyrir leik að Bryce Morrison, "club secretary" Liverpool FC, hafi látist. Af því tilefni var mínútu þögn fyrir leikinn og leikmenn LFC léku með sorgarbönd. Ég hitti herra Morrison nokkrum sinnum á skrifstofu félagsins á Anfield og hann reyndist mér vel. Eftirminnilegur maður, af gamla skólanum og með stórt Liverpool hjarta.
Blessuð sé minning hans.
HH


mbl.is Gerrard með þrennu og eins stigs munur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HREYFING er allra meina bót !

Ég byrjaði í ræktinni fyrir nokkrum vikum. Fyrstu tvær vikurnar fór ég aðeins 2svar, en bætti svo einni æfingu við og það hentar mér vel. Það er satt sem haldið hefur verið fram; manni líður betur við mátulega áreynslu nokkrum sinnum í viku.

Minn staður er Hreyfing í Glæsibæ. Staðsetningin hentar mér vel; ég er eina mínútu í vinnuna eftir morgunæfingar. En svo er stöðin líka mjög fín; tækin góð, öll aðstaða til fyrirmyndar og starfsfólkið hjálpsamt og elskulegt. HREYFING ER ALLRA MEINA BÓT !

Tilgangurinn með líkamsræktinni er eins og hjá flestum, að styrkja líkama og sál og í raun bæta lífsgæðin. Í leiðinni mega alveg nokkur aukakíló fjúka. Svo er eitt aðal markmiðið leyndarmál sem ekki verður upplýst hér.

 


Matur, kaffi og mánaðamót !

Góður maður lýsti einu sinni aðstæðum sínum þannig að lífið væri bara "matur, kaffi og mánaðamót". - Hann hefur væntanlega átt við til hvers hann hlakkaði mest á þessu tímabili.

Það var meiri jákvæðni í afmæliskortinu sem ég fékk fyrir margt löngu, en þar stóð:
"Lífið er ekki bara leikur, það er líka dans á rósum".
Veit ekki hversu margir myndu skrifa undir það nú á þessum síðustu og verstu.
Það er þó sem betur fer margs að hlakka til og margs að njóta, þessa dagana jafnt sem áður og vonandi ávallt.

Í kvöld var ánægjulegt að horfa á sigur íslenska handboltalandsliðsins yfir "Makedónum". Um síðustu helgi kom á óvart stórsigur Liverpool á Man. Utd., í skrýtnum leik.
Í gærkvöldi kom stórmyndin um Benjamin Button manni í gott skap, stórgóð mynd, vel leikin og gerð. Þetta var bíómynd númer 9 sem ég sé á árinu.
En það þarf ekki góða bíómynd eða skemmtilegan leik til að njóta góðrar stundar.
Samvera með fjölskyldunni, ættingjum og vinum, gefur alltaf vel af sér.
Við gerum aldrei of mikið af slíku .... og svo kostar það ekki neitt .... per se.

 


Húrra fyrir Gylfa, viðskiptaráðherra !

Mikið var gott að heyra Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra tala um bankaleyndina. Þarna fer maður sem gengur í takt við það samfélag sem hann starfar í og það fólk sem hann vinnur fyrir.

Sigurður Einarsson, fyrrum bankastjóri Kaupþings, ætti frekar að skammast sín heldur en að opinbera spillt hugarfar með því að fárast yfir því að fréttir um ofurlán Kaupþings til stærstu eigenda, helstu stjórnenda og vildarviðskiptavina hafi leikið út til fjölmiðla og fólksins í landinu. Hvort er verra, óeðlileg og hugsanlega ólögleg ofurlánin eða leki upplýsinga ... ?

Burtu með bankaleyndina og upplýsingar upp á borð, til sérstaks saksóknara og lögmanna sem rannsaka óeðlileg (ólöglega?) háttsemi og starfsemi bankanna í aðdraganda hrunsins.

Húrra fyrir Gylfa, viðskiptaráðherra !


mbl.is Fráleit bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóðþyrstir Baskar í Bilbao

Sá í morgun endursýningu á leik Athletic Bilbao og Real Madrid í spænska boltanum. Þetta var ótrúlegur leikur. Baskarnir í Bilbao voru grimmir og grófir innan vallar (en hentu sér niður við hverja snertingu Madridinga og heimtuðu spjöld) og blóðþyrstir á pöllunum. Reyndar var stuðningurinn við heimaliðið magnaður allan leikinn sem Real vann 5-2. 7 mörk, 11 gul spjöld og tvö rauð. Allt að gerast. Hollendingarnir í liði Real áttu fínan leik; Huntelaar skoraði tvö falleg mörk, Snejder var "play-makerinn" á miðjunni með fínar sendingar og Arjen Robben átti stórleik. Hann (Robben) er í dag allt annar leikmaður en hann var hjá Chelsea, þar sem hann fór í taugarnar á mér vegna leiðinlegrar framkomu oft og tíðum. Nú einbeitir hann sér að fótboltanum og sýnir hversu frábær leikmaður hann er. Real er nú aðeins 3 stigum á eftir Barcelona, þannig að það er komin spenna í spænsku deildina. Ég held þó að Barca klári þetta. Þeir eru með besta liðið á Spáni .... og í Evrópu?

Skrýtinn leikur, fótboltinn

Hún getur verið skrýtin íþrótt, knattspyrnan.
Mér fannst MU betra liðið fram á 75. mín. og Liverpool vera að spila á 9 leikmönnum, því Riera gat ekkert og Lucas kæmist ekki í varaliðið hjá MU. Þegar við bættist að Gerrard var ekki nema svipur hjá sjón, átti ég ekki von á að Liverpool næði nema í mesta lagi einu stigi út úr leiknum.
1-4 gefur ekki rétta mynd af leiknum, en svona er fótboltinn. Ég hef séð ófáa leikina þar sem Liverpool hefur verið betra liðið gegn MU, en orðið að sætta sig við tap, oftast eins marks munur, svo maður þakkar bara fyrir stigin og stóran sigur.

Það er svekkjandi að vinna Man. Utd. í báðum leikjunum, Chelsea í báðum, en henda stigum í Stoke, Middlesbro og álíka lið. Mót vinnast á breidd og stöðugleika, tapast á skorti á þessum þáttum.
Þess vegna held ég að MU vinni deildina nokkuð örugglega, en á meðan það er von þá heldur maður í hana.

Áfram LIVERPOOL !


mbl.is Liverpool fagnaði stórsigri á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til fyrirmyndar !

 Mér finnst eftirfarandi afstaða Inga Björns Albertssonar, frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, til fyrirmyndar.

"Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu finnst mér með öllu óviðeigandi að eyða fúlgu fjár í kosningaslag.
Ég mun því ekki sækjast eftir né þiggja fjárhagslegan stuðning úr neinni átt.
Þar af leiðandi mun ég ekki reka kosningaskrifstofu heldur einbeita mér að maður á mann aðferðinni, greinaskrifum og bloggi.

Ég tel að þeim peningum sem einhverjir væru tilbúnir að styrkja mig með, sé betur komið í eitthvað gott málefni eins og td Mæðrastyrksnefnd, þar sem stuðningurinn fer beint og milliliðalaust til þeirra sem á honum þurfa að halda.

Ég hvet stuðningsmenn mína til að bera fulla virðingu fyrir andstæðingum mínum í prófkjörinu og láta aldrei hnjóðsyrði um þá falla. Minn árangur í prófkjörinu á að byggjast á mínum verðleikum ekki á nokkurn hátt á því að níða skóinn af andstæðingi."

Tekið af bloggsíðu Inga Björns, www.iba.blog.is

Kveðja
HH


mbl.is Kostnaði var stillt í hóf í baráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingi Björn er maður fólksins

Ég styð Inga Björn Albertsson í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Get því miður ekki stutt hann með atkvæði mínu, því ég bý í Kópavogi, en vona að sem flestir þátttakendur í prófkjörinu setji Inga  í 2.-5. sæti. Ingi Björn er vandaður og heiðarlegur maður með heilbrigða skynsemi og slíkir menn eiga fullt erindi á Alþingi okkar Íslendinga. Það er krafa í samfélaginu um endurnýjun ("nýliðun") þingmanna og það er gott og blessað, en ég held að það sé ekki farsælt að á Alþingi setjist eingöngu nýtt fólk með enga reynslu af þingstörfum. Ingi Björn á að njóta góðs af því að hafa setið á þingi í 8 ár, fram til 1995 þegar hann dró sig út úr stjórnmálaþátttöku. Nú er hann tilbúinn til að leggja sitt af mörkum til að byggja hér upp réttlátt samfélag, þar sem gagnsæi ríkir í störfum þings, stjórnar og fjármálastofnana. Vonandi nær hann tilætluðum árangri til að geta haft áhrif á það samfélag sem reist verður á rústum þess sem hrundi.
Ingi Björn er maður að mínu skapi. Hann er maður fólksins.
Með helgarkveðju
HH


mbl.is Líflegasta prófkjörshelgin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn af þeim allra bestu

Guus Hiddink hefur rækilega stimplað sig inn í enska boltann eftir að hann tók við Chelsea. Hann er og hefur reyndar lengi verið einn af allra bestu þjálfurum í heimi, en í Englandi er hefð fyrir því að taka lítið mark á því hvað menn, þjálfarar og leikmenn gera utan Englands. Það telur einungis hvað þeir gera á Englandi. Að sjálfsögðu eru til undantekningar á þessu eins og öðru, svona til að sanna regluna.
Helgarkveðja
mbl.is Hiddink staðráðinn í að hætta hjá Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurlaun og ofurlán

Það virðist allt fjármálakerfið á Íslandi hafa verið (vera?) undir sömu sökina selt.
Ofurlaun til stjórnenda og ofurlán til stærstu eigenda og helstu stjórnenda. En lán þarf að endurgreiða .... ekki satt?
Sukkið er endalaust. Gott að það skulu vera komnir óbundnir og ótengdir erlendir aðilar, bæði í Seðlabankann og í til aðstoðar við rannsókn á því sem gerðist. Þá er von til að eitthvað gerist.
Kveðja
Hörður


mbl.is Eigendur virðast hafa fengið há lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 39993

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband