21.2.2009 | 10:42
Frekari skuldajöfnun nauðsynleg
Landsbankinn á enn eftir að gera upp við þá aðila sem hann plataði til að leggja sparifé sitt í peningabréf bankans á siðlausan (ólöglegan?) hátt undir því yfirskyni að þetta væri jafn örugg fjárvarsla og aðrir innistæðureikningar sem bankinn bauð upp á.
Eigendur og stjórnendur bankans sukkuðu síðan með það fé eins og þeir ættu það, settu í eigin fyrirtæki sem voru í fjárþörf, í stað þess að varðveita það eins og þeim bar skylda til. Heildartap fólks og félaga var/er um 30 milljarðar.
Ég þykist vita að þeir sem sáu á eftir 31.2 % sparifjár síns séu tilbúnir til að heimila Landsbankanum að skuldajafna í þeim tilfellum sem innistæðueigendur í peningabréfum voru einnig með skuldir í bankanum, jafnvel þótt ekki sé komið að gjalddaga skuldanna. Þarna er kannski um 5-10 milljarða að ræða sem leysa ekki vanda allra sem eiga kröfur á Landsbankann/NBI vegna þessa máls, en er vissulega spor í rétta átt.
Baráttukveðja
Hörður
Afskrifa 1.500 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2009 | 23:27
"Come-back" hjá Inga Birni Albertssyni
Það vekur athygli að sjá á lista yfir þá sem gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fyrrum þingmanninn Inga Björn Albertsson. Ingi Björn sem á að baki 8 ára setu á Alþingi, hefur verið "í fríi" frá pólitíkinni í 12-14 ár, a.m.k. hvað varðar opinbera þátttöku. Hann var á sínum tíma öflugur þingmaður og ég minnist þess að þingmenn annarra flokka luku á hann lofsorði fyrir dugnað og sanngirni. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Inga Birni vegnar í prófkjörinu eftir þrjár vikur, en hann er annálaður keppnismaður, var frábær leikmaður með Val og landsliðinu á sínum tíma og hefur skorað fleiri mörk í efstu deild knattspyrnunnar á Íslandi en nokkur annar. Þá náði Ingi mjög góðum árangri sem þjálfari og gerði Val t.a.m. að bikarmeisturum þrjú ár í röð. En mestu afrek Inga Björns hefur hann unnið utan knattspyrnunnar, á Alþingi og í öðrum störfum sínum, en einkum sem fjölskyldumaður, faðir 6 barna og margfaldur afi, þótt hann sé enn á besta aldri.
Nú er slæmt að vera ekki búsettur í Reykjavík og geta greitt þessum heiðursmanni atkvæði. Sjálfstæðisflokknum veitir ekki af hæfileikaríkum og vönduðum mönnum með reynslu til að endurvinna traust almennings eftir skipbrotið á liðnu hausti.
Kveðja
Hörður
Geir gefur ekki kost á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.2.2009 kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2009 | 18:23
Mjög gott mál !
Ég fagna fram kominni tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um vinnuhóp m.a. til að kanna með hvaða hætti "Reykjavíkurborg getur hvatt til nýsköpunar og eflt vöruþróun í ferðaþjónustu í Reykjavík". Þótt hér sé um framtak borgarinnar að ræða er ljóst að höfuðborgarsvæðið og í raun landið allt njóta ávaxtanna af starfi þessa vinnuhóps. Margfeldisáhrif ferðaþjónustunnar hafa það í för með sér að fjölmörg fyrirtæki og þá um leið einstaklingar sem ekki starfa beint við ferðaþjónustu njóta góðs af fjölgun ferðamanna til landsins.
Með kveðju
Hörður
Greini tækifæri í ferðaþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2009 | 18:10
Fólk en ekki flokka !
Með kveðju
Hörður
Persónukjör í kosningunum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2009 | 13:02
Mæltu manna heilastur
Vilhjálmur hittir naglann á höfuðið eins og oftast. Ég skrifa heilshugar undir þessi orð hans og hlakka til að heyra meira frá honum um orsakir og afleiðingar bankahrunsins og þá sem bera ábyrgð á því.
Með kveðju
Hörður
Aldrei of blönk til að hugsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 12:33
Pistill dagsins
Það er gott að vakna snemma á sunnudegi og vera fyrir kl. 11 búinn að horfa á heilan fótboltaleik í sjónvarpinu. Ekki síst þegar um er að ræða leik með Barcelona, besta knattspyrnuliði heims um þessar mundir .... að mínu mati. Hvílíkir snillingar og það skiptir engu þótt liðið hafi aðeins náð jafntefli gegn baráttuglöðu liði Real Betis í Sevilla. Eiður "okkar" Guðjohnsen kom ekki við sögu í leiknum, en mikið rosalega held ég að hann "fíli" sig vel að æfa og spila (stundum) með Xavi, Iniesta, Messi og öllum hinum frábæru fótboltamönnunum sem eru í leikmannahópi Barcelona CF.
Gærdagurinn var um margt góður. Vetrarhátíð í Reykjavík þessa helgina og Valentínusardagur í gær. Sjálfsögðum skyldum var sinnt um morguninn með heimsókn í blómabúð og bakarí.
Síðdegis skruppum við hjónin í bæinn og leiðin lá m.a. á Austurvöll. Þar var undir kvöldið uppákoma sem nefndist "Kærleikar", samanber Ólympíuleikar. Eftir ágæta samverustund með 2-300 manns við styttu Jóns Sigurðssonar var komið að því að fá sér gott í gogginn. Fyrir valinu varð nýr veitingastaður, PISA í Lækjargötunni, þar sem áður var Litli ljóti andarunginn. Það er skemmst frá því að segja að þessi nýi ítalski restaurant er mjög velkomin viðbót við fjölbreytta flóru matsölustaða í miðborg Reykjavíkur. Staðurinn smekklegur og hlýr og þjónustan til fyrirmyndar. Maturinn var, eins og lofað hafði verið, ekki bara góður heldur mjög góður og til að kóróna stemninguna, hljómaði yndisleg ítölsk tónlist, mátulega hátt stillt, úr tækjum staðarins. Það er alveg ljóst að við eigum eftir að koma fljótt aftur á þennan stað. Ég mæli með PISA í Lækjargötu 6b.
Nenni ekki að kommentara mikið á bullið í bænum í gærkvöldi. Bál á Lækjartorgi þjónar hvaða tilgangi? Hverjir voru að mótmæla og hverju? Það kom hvergi fram. Geta allir borgarar þessa lands framvegis réttlætt brot sín og mistök, hver svo sem þau eru, með því að þeir hafi verið að mótmæla og þurfi ekkert að útskýra það frekar eða falið sig á bak við þau mistök sem gerð voru í aðdraganda og eftir bankahrunið í október s.l. Það er til fullt af illa innrættu fólki á Íslandi (eins og annars staðar) og ég vara við því að skrílslæti og fylleríisrugl óvandaðra einstaklinga sé í fjölmiðlum samtengt eðlilegum mótmælum við ástandinu í samfélaginu og þeim sem bera ábyrgð á því. Ólæti og ofbeldi er ekki það sama og mótmæli.
Haldið hvíldardaginn heilagan, verið góð við þá sem ykkur þykir vænt um og brosið með hjartanu.
Hörður
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2009 | 12:29
Sjálfsagt að skoða þennan möguleika
Það er að sjálfsagt að skoða þennan möguleika eins og aðra sem geta orðið til hjálpar. Í dag hugnast mér þessi valkostur betur en ESB, en það er m.a. vegna þess að það vantar skýrar upplýsingar um kosti og galla þess fyrir okkur að ganga í ESB. Á mannamáli takk.
Með kveðju
Hörður
Tilbúin í viðræður um samstarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 15:30
Þarf að vera hér flokkalýðræði ?
Ég hef oft hugleitt það hvort það sé til önnur og betri leið en það flokkalýðræði sem við búum við.
Hef lengi verið ósáttur við að verða að kjósa einn flokk .... eða skila auðu vegna óánægju með þá valkosti sem verið hafa í boði.
Er ekki hægt að skipa málum þannig að þótt fram séu boðnir listar með nöfnum frambjóðenda að fólk geti valið þá frambjóðendur sem þeim líst best á, burtséð frá því hvar í flokki þeir standa?
Ég vil geta kosið um fólk, ekki flokka.
Ég myndi kjósa, ef ég gæti, a.m.k. eina hagsýna húsmóður, a.m.k. einn frambjóðanda sem hefur náð árangri í viðskiptum (þ.e. rekið fyrirtæki sem skilaði arði), nokkra sem bera hag þeirra sem minna mega sín fyrir brjósti o.s.frv. þannig að sýnt væri að öll þau sjónarmið sem mér finnast skipta máli eigi sér rödd, fulltrúa á Alþingi.
Ég hef ekki hugmynd um hvort þetta sé hægt eða hvernig, en finnst rétt að viðra þessar skoðanir mínar, hugsa upphátt, nú þegar stefnir í allsherjar uppgjör, endurskoðunar stjórnarskrár o.fl.
Ég er hins vegar ekki sammála þeim röddum að lækka eigi laun þingmanna og ráðherra.
Sé ekki hvernig það geti stuðlað að eftirsókn hæfasta fólks landsins eftir setu á þingi þegar það getur fengið miklu hærri laun hjá einkafyrirtækjum, þótt vissulega séu launakjör ekki allt.
En það má vissulega fækka þingmönnum talsvert og mér hugnast vel sú hugmynd að þingmenn séu ekki um leið ráðherrar, þ.e. þeir þingmenn sem valdir eru til að gegna ráðherraembættum segi af sér þingmennsku.
Með von um betri tíð með blóm í haga, fyrir okkur öll.
Hörður Hilmarsson
23.1.2009 | 12:45
Bestu óskir um góðan bata !
Það var gott að heyra.
Ég sendi Ingibjörgu Sólrúnu bestu kveðjur með ósk um góðan bata.
Hörður Hilmarsson
Um góðkynja æxli að ræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 12:43
Bestu óskir um góðan bata !
Ég sendi Geir H. Haarde bestu kveðjur með ósk um góðan bata.
Með kveðju
Hörður Hilmarsson
Geir: Kosið í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Mínir tenglar
- RÉTTLÆTI.is Barátta fyrir 100 % endurgreiðslu sparifjár í peningabréfum Landsbankans
- ÍT ferðir Ferðaskrifstofa íþróttamannsins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar