Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Peningabréf Landsbankans = ICESAVE á Íslandi !

Til upplýsinga, að gefnu tilefni:
Það hvað Landsbankinn með stuðningi ríkisins kaus að endurgreiða innistæðueigendum í peningabréfum bankans er hér til umræðu. Fólk geymdi sparnað sinn á þessum reikningum, oftast skv. ráðleggingum starfsmanna bankans og átti að sjálfsögðu að fá eign sína 100 % til baka, eins og aðrir innistæðueigendur enda var því sagt að þessir reikningar væru án áhættu. Og  það sem meira er, innistæður á hefðbundnari bankareikningum voru ekki tryggðar nema sem svaraði 20.000 EUR, þ.e. fram að setningu neyðarlaganna sem mismunuðu innistæðueigendum. Hvað átti fólk að gera sem átti meira?

Peningabréfin voru ekkert annað en ICESAVE á Íslandi. Nákvæmlega sama dæmið, stofnað til af sömu ástæðu (fjárþörf Landsbankans) og síðan sukkað með, án þess að FME, ríkisstjórn og Alþingi tækju í taumana til verndar íslenskum almenningi sem grunlaus treysti bankanum sínum og geymdi ævisparnaðinn á þessum reikningum. Það er rangt að stilla þeim Íslendingum sem áttu sparnað upp sem fjármagnseigendum og öðrum Íslendingum sem almenningi. Það var íslenskur almenningur, ekki síst eldra fólk sem tapaði sparnaði sínum í peningabréfum Landsbankans. Þið eigið að skammast ykkar sem haldið öðru fram og hafið ekki samúð með fólki sem sýndi ráðdeildarsemi og ástundaði sparnað í áratugi. Það eina sem þetta fólk gerði rangt var að treysta bankanum sínum og orðum starfsmanna hans. Á bara að hjálpa þeim sem skulda, ekki þeim sem spara? Hvaða réttlæti er í því?

Það er verið að hjálpa fólki sem tók lán sem hafa hækkað vegna hruns ISK. Það er gott og blessað, en í þeim hópi er fólk sem missti sig í eyðslu í hinu svo kallaða góðæri, keypti betri bíla en það átti fyrir, stærri húseign en það í raun þurfti og hafði efni á. Á sama tíma er ekkert gert fyrir hinn þögla meirihluta, sem minnkaði við sig húsnæði og/eða færði ævisparnaðinn eftir 30-40 ára strit í peningabréf Landbankans.

Perningabréf Landbankans voru ekki kynnt sem hlutabréf eða fjárfesting, heldur sem fjárvarsla, ein tegund sparnaðar. Fólk sem keypti hlutabréf í fyrirtækjum, þar með talið bönkunum, veit að hlutabréf eru áhættusöm fjárfesting. Almenningur sem geymdi sparifé sitt á peningabréfareikningum a.m.k. Landsbankans vissi ekki annað en að sparnaður þess væri 100 % tryggur á þessum reikningum.
Á að refsa fólki fyrir að ástunda sparnað og eiga e-ð sparifé inni á bankareikningum?


Rangfærslur leiðréttar !

Til upplýsinga, að gefnu tilefni:
Það hvað Landsbankinn með stuðningi ríkisins kaus að endurgreiða innistæðueigendum í peningabréfum bankans er hér til umræðu. Fólk geymdi sparnað sinn á þessum reikningum, oftast skv. ráðleggingum starfsmanna bankans og átti að sjálfsögðu að fá eign sína 100 % til baka, eins og aðrir innistæðueigendur enda var því sagt að þessir reikningar væru án áhættu. Og  það sem meira er, innistæður á hefðbundnari bankareikningum voru ekki tryggðar nema sem svaraði 20.000 EUR, þ.e. fram að setningu neyðarlaganna sem mismunuðu innistæðueigendum. Hvað átti fólk að gera sem átti meira?

Peningabréfin voru ekkert annað en ICESAVE á Íslandi. Nákvæmlega sama dæmið, stofnað til af sömu ástæðu (fjárþörf Landsbankans) og síðan sukkað með, án þess að FME, ríkisstjórn og Alþingi tækju í taumana til verndar íslenskum almenningi sem grunlaus treysti bankanum sínum og geymdi ævisparnaðinn á þessum reikningum. Það er rangt að stilla þeim Íslendingum sem áttu sparnað upp sem fjármagnseigendum og öðrum Íslendingum sem almenningi. Það var íslenskur almenningur, ekki síst eldra fólk sem tapaði sparnaði sínum í peningabréfum Landsbankans. Þið eigið að skammast ykkar sem haldið öðru fram og hafið ekki samúð með fólki sem sýndi ráðdeildarsemi og ástundaði sparnað í áratugi. Það eina sem þetta fólk gerði rangt var að treysta bankanum sínum og orðum starfsmanna hans. Á bara að hjálpa þeim sem skulda, ekki þeim sem spara? Hvaða réttlæti er í því?

Það er verið að hjálpa fólki sem tók lán sem hafa hækkað vegna hruns ISK. Það er gott og blessað, en í þeim hópi er fólk sem missti sig í eyðslu í hinu svo kallaða góðæri, keypti betri bíla en það átti fyrir, stærri húseign en það í raun þurfti og hafði efni á. Á sama tíma er ekkert gert fyrir hinn þögla meirihluta, sem minnkaði við sig húsnæði og/eða færði ævisparnaðinn eftir 30-40 ára strit í peningabréf Landbankans.

Perningabréf Landbankans voru ekki kynnt sem hlutabréf eða fjárfesting, heldur sem fjárvarsla, ein tegund sparnaðar. Fólk sem keypti hlutabréf í fyrirtækjum, þar með talið bönkunum, veit að hlutabréf eru áhættusöm fjárfesting. Almenningur sem geymdi sparifé sitt á peningabréfareikningum a.m.k. Landsbankans vissi ekki annað en að sparnaður þess væri 100 % tryggur á þessum reikningum.
Á að refsa fólki fyrir að ástunda sparnað og eiga e-ð sparifé inni á bankareikningum?


mbl.is Of hátt mat á virði bréfa í peningamarkaðssjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðreyndum hagrætt

Ég hef verið í bloggfríi, en þeim mun aktívari á Facebook. Magnað fyrirbæri og með fleiri fleti og möguleika en flestir gera sér grein fyrir.

En nú get ég ekki orða bundist, eftir að hafa lesið ummæli höfð eftir Tryggva Þór Herbertssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins í Mbl. í gær og heyrt Björn Þorra Viktorsson lögmann viðhafa svipaðar skoðanir. Tryggvi Þór segir að það sé "búið að tryggja sparifjáreigendur, að þeir muni ekki tapa innistæðum". Það er rangt. Þúsundir Íslendinga töpuðu 30-40% sparifjár síns í peningabréfareikningum stóru bankanna. Tryggvi segir einnig "þá var komið til móts við þá sem áttu í peningamarkaðssjóðum". Það má vel vera, en það er ekki aðalatriðið hvort bankarnir hafi sett fjármuni sem þeir fengu frá ríkinu inn í peningamarkaðssjóði sína. Aðal atriðið í að minnsta kosti tilfelli Landsbankans er að bankinn beitti ósannindum til að fá fólk til að flytja og setja sparifé sitt inn á peningabréfareikninga og sólundaði síðan þeim fjármunum sem inn á þessa reikninga söfnuðust, í eigin þágu og illa staddra fyrirtækja stærstu eigenda bankans. Fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn og þáverandi ríkisstjórn bera ábyrgð á því að þetta var liðið og látið óátalið.
Og til að bæta gráu ofan á svart, þá er fólk sem nýbúið er að ræna 1/3 hluta sparnaðar af nánast þjófkennt og stimplað sem fjármagnseigendur og fjárfestar. Hvílík öfugmæli, rangtúlkanir og óréttlæti.
Þegar stolið er af manni einni milljón króna sem hann geymir í banka, þá er hann ekki sáttur þótt þjófarnir skili 688 þúsundum. Hann vill fá 312 þúsundin sem upp á vantar. Og ef um hærri upphæð er að ræða, t.d. 10 milljónir sem tekist hefur að nurla saman á langri starfsævi, þá vill maður fá alla upphæðina til baka, ekki bara 6.8 milljónir. Flest venjulegt fólk munar um þrjár milljónir.
Að bera þetta mál saman við skuldir fólks sem til er stofnað af ýmsu tilefni er gersamlega út í hött.

Hún hefur ekki náð athygli fjölmiðla sú staðreynd að NBI, nýi Landsbankinn, hefur þverskallast við að veita umbeðnar upplýsingar til lögmanna fólks sem tapaði sparifé í peningamarkaðssjóði Landsbankans. Hvers vegna skyldi það vera? Er ekki ástæðan einfaldlega sú að menn vita upp á bankann skömmina? Að bankinn vélaði fólk til að færa sparifé sitt yfir í peningabréf, sagði ósatt um það sparnaðarform og sukkaði svo með peningana? Úr því að bankinn vill ekki veita upplýsingar um málið, þá á dómsvaldið einfaldlega að gera ráð fyrir að stefnendur hafi rétt fyrir sér og færa sönnunarbyrðina yfir á Landsbankann, þ.e. að bankinn verði að afsanna að hann hafi staðið rangt (ósiðlega/ólöglega) að málum við kynningu og markaðssetningu peningabréfreikninganna og síðar meðferð fjármuna sem saman söfnuðust.

Helgarkveðja


Kosningar hvað?

Í hönd fara skrýtnustu kosningar sem ég man eftir. Hef engan áhuga á þeim og er slétt sama hvaða lið myndar ríkisstjórn að kosningum loknum. Þetta er kannski ekki allt sama tóbakið, en ýmist spillt og samsekt eða óhæft til að taka á málum.

Það gerist ekkert af viti fyrr en raunverulegu lýðræði verður komið á ... þar sem kjósendur geta kosið þvert á flokka það fólk sem því líst best á og treystir best til að stjórna landinu. Þetta á að vera spurning um fólk, en ekki flokka.

Öðrum valkosti hef ég hampað í gamni og þó nokkurri alvöru en það er Menntað einveldi !
Það getur ekki verið verra en þær ríkisstjórnir sem við höfum haft síðustu árin!

Gleðilegt sumar!


Það að skila auðu er afstaða!

Ég skil þá vel sem hyggjast skila auðu í Alþingiskosningunum á laugardaginn.
Ábyrgð á bankahruninu er ekki bara bankastjórnenda og -eigenda, Seðlabankans og FME, heldur bera stjórnvöld síðustu ára og alþingismenn einnig mikla ábyrgð, hvort sem þessir aðilar viðurkenna það eða ekki.

Það að skila auðu í kosningunum met ég sem óánægju með þá valkosti sem eru í boði, bæði gömlu flokkana og nýju framboðin. Ef kjósanda hugnast enginn þeirra flokka og hreyfinga sem í framboði eru, af hverju á hann þá að kjósa þann sem honum finnst minnst slæmur?
Nei, autt atkvæði er afstaða og því miður vel skiljanleg í ljósi atburða s.l. ára og heldur dapurra, nýrra valkosta.


mbl.is Fleiri munu skila auðu og strika yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið var !!!

Það var mikið að það kom fram á sjónarsviðið maður sem veit hvað varð Íslandi að falli og hvað gera á í þeirri stöðu sem við Íslendingar erum nú í. Michael Hudson, bandarískur maður, skrifar magnaða grein í helgarblað Fréttablaðsins (bls. 22). Hinn sami Michael var gestur í Silfri Egils í dag. Ég hvet alla til að lesa greinina og horfa á endursýningu á Silfrinu í kvöld. Kjarninn í máli Michael er að við Íslendingar getum ekki og eigum ekki að borga skuldir þær sem nokkur tugur einstaklinga komu sér og sínum fyrirtækjum í. Ég er svo hjartanlega sammála. Ég vil ekki borga skuldir annarra!
Þetta er að mínu mati stærsta málið sem við er að glíma í dag og á að vera mál númer eitt á málefnaskrá allra stjórnmálahreyfinga fyrir kosningarnar eftir þrjár vikur.
HVAÐ ÆTLA FLOKKARNIR AÐ GERA? Borga skuldir óreiðumannanna og með því rýra lífskjör okkar Íslendinga næstu ár og áratugi eða gera það eina rétta í stöðunni; semja um niðurfellingu skulda?
 


"Diplómat með stálhnefa í flauelshönskum"

Það er alltaf fréttnæmt þegar skipt er um formann í stærstu stjórnmálahreyfingum landsins og svo er einnig nú. En burtséð frá pólitískum skoðunum fólks þá er ljóst að þjóðin kallar eftir sterkum leiðtoga, nú sem aldrei fyrr. Las nýlega í blaði að nú þyrfti þjóðin "diplómat með stálhnefa í flauelshönskum", held að þetta sé rétt haft eftir. Mér finnst þetta góð lýsing á þeim eiginleikum sem leiðtogi lands og þjóðar þarf að hafa.

Burtséð frá tregðu manna í áhrifastöðum, í ríkisstjórn, á Alþingi, í Seðlabanka, í FME, í stóru bönkunum og sumum öðrum útrásarfyritækjum til að viðurkenna mistök og axla ábyrgð, þá er ljóst að mikil mistök voru gerð í aðdraganda bankahrunsins og sömuleiðis eftir að bankarnir féllu.

Nýir forystumenn helstu stjórnmálaflokka verða að stíga fram af hreinskilni og heiðarleika, viðurkenna mistök, axla ábyrgð og leggja fram skýrar línur um hvað menn hafa lært á sukki og siðspillingu síðustu ára og hvernig menn ætla að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig, í náinni framtíð þegar við höfum unnið okkur upp aftur, því það munum við gera. Það er ekki annað í boði.


mbl.is Nýr formaður kosinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra fyrir Gylfa, viðskiptaráðherra !

Mikið var gott að heyra Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra tala um bankaleyndina. Þarna fer maður sem gengur í takt við það samfélag sem hann starfar í og það fólk sem hann vinnur fyrir.

Sigurður Einarsson, fyrrum bankastjóri Kaupþings, ætti frekar að skammast sín heldur en að opinbera spillt hugarfar með því að fárast yfir því að fréttir um ofurlán Kaupþings til stærstu eigenda, helstu stjórnenda og vildarviðskiptavina hafi leikið út til fjölmiðla og fólksins í landinu. Hvort er verra, óeðlileg og hugsanlega ólögleg ofurlánin eða leki upplýsinga ... ?

Burtu með bankaleyndina og upplýsingar upp á borð, til sérstaks saksóknara og lögmanna sem rannsaka óeðlileg (ólöglega?) háttsemi og starfsemi bankanna í aðdraganda hrunsins.

Húrra fyrir Gylfa, viðskiptaráðherra !


mbl.is Fráleit bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til fyrirmyndar !

 Mér finnst eftirfarandi afstaða Inga Björns Albertssonar, frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, til fyrirmyndar.

"Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu finnst mér með öllu óviðeigandi að eyða fúlgu fjár í kosningaslag.
Ég mun því ekki sækjast eftir né þiggja fjárhagslegan stuðning úr neinni átt.
Þar af leiðandi mun ég ekki reka kosningaskrifstofu heldur einbeita mér að maður á mann aðferðinni, greinaskrifum og bloggi.

Ég tel að þeim peningum sem einhverjir væru tilbúnir að styrkja mig með, sé betur komið í eitthvað gott málefni eins og td Mæðrastyrksnefnd, þar sem stuðningurinn fer beint og milliliðalaust til þeirra sem á honum þurfa að halda.

Ég hvet stuðningsmenn mína til að bera fulla virðingu fyrir andstæðingum mínum í prófkjörinu og láta aldrei hnjóðsyrði um þá falla. Minn árangur í prófkjörinu á að byggjast á mínum verðleikum ekki á nokkurn hátt á því að níða skóinn af andstæðingi."

Tekið af bloggsíðu Inga Björns, www.iba.blog.is

Kveðja
HH


mbl.is Kostnaði var stillt í hóf í baráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingi Björn er maður fólksins

Ég styð Inga Björn Albertsson í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Get því miður ekki stutt hann með atkvæði mínu, því ég bý í Kópavogi, en vona að sem flestir þátttakendur í prófkjörinu setji Inga  í 2.-5. sæti. Ingi Björn er vandaður og heiðarlegur maður með heilbrigða skynsemi og slíkir menn eiga fullt erindi á Alþingi okkar Íslendinga. Það er krafa í samfélaginu um endurnýjun ("nýliðun") þingmanna og það er gott og blessað, en ég held að það sé ekki farsælt að á Alþingi setjist eingöngu nýtt fólk með enga reynslu af þingstörfum. Ingi Björn á að njóta góðs af því að hafa setið á þingi í 8 ár, fram til 1995 þegar hann dró sig út úr stjórnmálaþátttöku. Nú er hann tilbúinn til að leggja sitt af mörkum til að byggja hér upp réttlátt samfélag, þar sem gagnsæi ríkir í störfum þings, stjórnar og fjármálastofnana. Vonandi nær hann tilætluðum árangri til að geta haft áhrif á það samfélag sem reist verður á rústum þess sem hrundi.
Ingi Björn er maður að mínu skapi. Hann er maður fólksins.
Með helgarkveðju
HH


mbl.is Líflegasta prófkjörshelgin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband