Færsluflokkur: Dægurmál

Í minningu vinar

Síðast liðinn föstudag var til moldar borinn góður maður, Gísli Bjarnason, kennari og skólastjóri á Akureyri. Gísli reyndist mér afar vel þegar ég tvítugur að aldri hóf kennslu við Barnaskóla Akureyrar. Hann var minn "mentor", kenndi mér ýmis góð ráð sem nýttust vel við kennsluna; ráð sem ekki var að finna í kennslubókum, en sem flest miðuðu að því að ná aga innan skólastofunnar, til að auðvelda það starf sem þar fór fram, fræðsluna og uppeldið. 
Það spillti ekki fyrir vináttu okkar Gísla að hann var gamall handboltamaður og mikill KA-maður, meiri en flestir sem ég kynntist fyrir norðan. Þá fannst mér ég sjá töluverðan svip með Gísla og föður mínum, bæði í líkamsburðum og einnig í ýmsum karaktereinkennum. Þeir voru og jafnaldrar og varð reyndar stutt á milli þeirra, því faðir minn lést s.l. þriðjudag, 9. júní.
Því miður varð vík milli vina eftir að samstarfi okkar Gísla lauk, en ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir leiðsögnina og vináttuna.
Blessuð sé minning Gísla Bjarnasonar.

GLEÐILEGT SUMAR !

Ég óska öllum bloggvinum og öðrum bloggurum gleðilegs sumars.
Vona að hreti vetrarins fari að ljúka og við taki betri tíð með blóm í haga og sól í sinni.
Sumarkveðja
HH


Gleðilega páska !

Það er einlæg ósk mín að allir eigi friðsæla páskahátíð og hugleiði þann boðskap sem tengist þessari stórhátíð sem víða er jafnvel stærri í hugum fólks en sjálf jólin.
Friður, fegurð og fögnuður ríki meðal allra manna í dag.
Gleðilega páska !


Tekur vitleysan engan enda?

Einmitt. Það er saknæmt að segja frá sukkinu og spillingunni sem átti sér stað í íslenskum fjármálastofnunum (bönkum), en það er í lagi að stela frá lífeyrissjóðum, innistæðueigendum o.s.frv.
Ætlar vitleysan engan endi að taka?


mbl.is Brutu þau bankaleynd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgarpistill

Laugardagurin var í rólegri kantinum á þessum bænum. Lofa meiri "action" um næstu helgi.
Sæmi frændi Sigurðsson var með magnaða myndasýningu frá ævintýraferð sinni til Aconcagua, hæsta fjalls Suður-Ameríku. Við hjá ÍT ferðum verðum með ferð þangað í desember. Kynntum í leiðinni aðrar gönguferðir sem við bjóðum upp á í ár og næsta ár.
Það er bara eitt sæti laust í nýja ferð til Póllands í júní, en laus pláss í fyrirhugaðar gönguferðir um Króatíu og Svartfjallaland. Síðan er ný ferð á dagskránni til Perú 2010, auk þess sem við munum aftur bjóða upp á með ævintýralegar ferðir til Grand Canyon og Kilimanjaro.
Hjördís systir á allan heiður af þessum göngu- og ævintýraferðum ÍT ferða. Hún setur þær upp og fer oftast sem fararstjóri í fyrstu ferð á hvern stað. Mögnuð kona Hjördís og mikils metin á meðal íslenskra göngugarpa.

Annars leið laugardagurinn að mestu við sjónvarpsgláp og tölvuskrif. Það hefur fjölgað umtalsvert í vinahópnum á fésbókinni og gaman að ná aftur sambandi við "gamla" vini og kunningja, skólafélaga, vinnufélaga, meðspilara og fólk almennt. Það er gott og gefandi að vera í sambandi, þó ekki sé nema tölvusambandi, við gott fólk. 

Fylgdist með fréttum af landsfundum Sjálfsflokksins og Samstæðisfylkingarinnar (!). Kom á óvart öruggur sigur Dags Eggerts. á Árna Árna í varaformannsslag Samfó. Átti von á minni mun.
Davíð Odds. stal enn og aftur senunni hjá Flokknum (með stóru effi). Held að hefði hann sleppt árásinni á "endurreisnarnefndina"og Villa Egils, þá hefðu flestir verið sáttir, en hann bar ekki gæfu til þess. Davíð getur aldrei opnað munninn án þess að hnýta í eitthvað eða einhvern og sést þá ekki alltaf fyrir. Og reyndar tókst honum að móðga Alzheimer sjúklinga og aðstandendur þeirra, nýja norska Seðlabankastjórann, Jóhönnu Sigurðardóttur og norska forsætisráðherrann í leiðinni. Geri aðrir betur .... eða verr.

Í dag er fermingarveisla aðal málið á dagskránni og reyndar önnur um næstu helgi. Þetta fylgir stórum fjölskyldum.

Með sunnudagskveðju


HREYFING er allra meina bót !

Ég byrjaði í ræktinni fyrir nokkrum vikum. Fyrstu tvær vikurnar fór ég aðeins 2svar, en bætti svo einni æfingu við og það hentar mér vel. Það er satt sem haldið hefur verið fram; manni líður betur við mátulega áreynslu nokkrum sinnum í viku.

Minn staður er Hreyfing í Glæsibæ. Staðsetningin hentar mér vel; ég er eina mínútu í vinnuna eftir morgunæfingar. En svo er stöðin líka mjög fín; tækin góð, öll aðstaða til fyrirmyndar og starfsfólkið hjálpsamt og elskulegt. HREYFING ER ALLRA MEINA BÓT !

Tilgangurinn með líkamsræktinni er eins og hjá flestum, að styrkja líkama og sál og í raun bæta lífsgæðin. Í leiðinni mega alveg nokkur aukakíló fjúka. Svo er eitt aðal markmiðið leyndarmál sem ekki verður upplýst hér.

 


Matur, kaffi og mánaðamót !

Góður maður lýsti einu sinni aðstæðum sínum þannig að lífið væri bara "matur, kaffi og mánaðamót". - Hann hefur væntanlega átt við til hvers hann hlakkaði mest á þessu tímabili.

Það var meiri jákvæðni í afmæliskortinu sem ég fékk fyrir margt löngu, en þar stóð:
"Lífið er ekki bara leikur, það er líka dans á rósum".
Veit ekki hversu margir myndu skrifa undir það nú á þessum síðustu og verstu.
Það er þó sem betur fer margs að hlakka til og margs að njóta, þessa dagana jafnt sem áður og vonandi ávallt.

Í kvöld var ánægjulegt að horfa á sigur íslenska handboltalandsliðsins yfir "Makedónum". Um síðustu helgi kom á óvart stórsigur Liverpool á Man. Utd., í skrýtnum leik.
Í gærkvöldi kom stórmyndin um Benjamin Button manni í gott skap, stórgóð mynd, vel leikin og gerð. Þetta var bíómynd númer 9 sem ég sé á árinu.
En það þarf ekki góða bíómynd eða skemmtilegan leik til að njóta góðrar stundar.
Samvera með fjölskyldunni, ættingjum og vinum, gefur alltaf vel af sér.
Við gerum aldrei of mikið af slíku .... og svo kostar það ekki neitt .... per se.

 


Helgarpistill

Er ánægður með helgina ... "so far".
Fengum góðvin okkar í mat á föstud.kvöldið. Sá býr í Svíþjóð, en fylgist betur með því sem gerist á Íslandi en margir sem hér búa. Það var því gaman að heyra skoðanir hans á því sem hefur verið í gangi á Fróni, því "glöggt er gests augað" og vinurinn með skemmtilegan vinkil á því skipbroti sem íslenskt samfélag hefur beðið. Eins og góðra manna er von og vísa kom vinurinn góði ekki eingöngu með gagnrýni á það sem liðið er heldur einnig uppbyggilegar og gjaldeyrisskapandi hugmyndir, s.s. í ferðaþjónustu. Það verður látið reyna á þær.

Laugardagsmorguninn var bjartur og fagur við Elliðavatnið. Það þýddi góðan göngutúr niður að vatninu. Mjög hressandi byrjun á deginum.

Góður vinnufundur í hádeginu með kollega sem kom færandi hendi með eitt stykki samstarfsaðila í Englandi sem vill senda hópa til Íslands. Mjög jákvætt og spennandi.

Bíó undir kvöldið. Gran Torino með hinum aldna heiðursmanni Clint Eastwood í fínu formi sem virkilega "grumpy old man". Góð mynd og skemmtileg.

Eftir afar rólegt laugardagskvöld er eðlilegt og notalegt að vakna snemma á sunnudagsmorgni og eiga daginn framundan til að gera það sem hugurinn stendur til; fara kannski í ræktina, vinna aðeins, skreppa í bíltúr, gera klárt fyrir næstu vinnuviku. Lífið er barátta þessa dagana og vikurnar og þá er gott þegar hægt er að nýta helgarnar til hvíldar og til að endurhlaða batteríin.

Eigið góðan sunnudag!

Hörður


Pistill helgarinnar

Skrepp til London um helgina, út á laugardegi, heim á sunnud.kvöldi. Getur varla verið styttra.
Tveir fótboltaleikir í ferðinni, Arsenal-Fulham laugardag og West Ham-Man. City á sunnudag.
Megið þið kæru bloggvinir og aðrir bloggarar eiga góða helgi!
Kveðja
Hörður


Pistill helgarinnar - Af bíó og bolta

Fór í bíó á föstudagskvöldið með frúnni og tengdamömmu. Sáum stórgóða mynd, The Reader með Kate Winslet í Óskarsverðlaunaformi. Þetta var 5. myndin sem við sjáum á þessu ári og allar hafa þær verið mjög góðar, þótt ólíkar séu. Doubt, Revolutionary Road, The Changeling og Slumdog Millionaire. Eigum enn eftir að sjá Benjamin Button, The Wrestler, Frost/Nixon, Milk og jafnvel Valkyrie. Það er gaman að fara í bíó og sjá góða mynd og góðan leik.

Á sunnudagsmorgnum nýt ég þess að vakna snemma og horfa á endursýningar af leikjum í spænska fótboltanum sem fram fara á laugardagskvöldi. Þessa helgina sá ég tvo skemmtilega leiki, Barcelona gegn Espanyol og Real Madid - Real Betis. Barcelona tapaði óvænt gegn grönnum sínum, en það er alltaf gaman að horfa á Messi, Xavi, Alaves o/co, jafnvel þótt þeir tapi.

Real Madrid var í miklu stuði gegn Betis og vann 6-1 !!! Ég lét mér nægja að horfa á fyrri hálfleikinn, enda voru öll mörkin komin þá og sýnt að menn myndu taka því rólega í seinni hálfleik til að hvíla sig fyrir stórleikinn gegn Liverpool í Meistaradeildinni næsta miðvikudag. Hinn magnaði Raul, fyrirliði RM gerði tvö stórkostleg mörk og er eins og gott spænskt rauðvín, verður bara betri og betri með árunum.

Ég sá svo Liverpool misstíga sig enn eina ferðina og gera jafntefli gegn Man. City og finnst sannast sagna litlar líkur á að Liverpool hafi eitthvað í Real Madrid að gera næsta miðvikudag. Spánarmeistararnir eru bara miklu betri um þessar mundir. En það er reyndar spurning hvort Steven Gerrard verði með Liverpool. Það er ekki sama Liverpool FC með og LFC án Gerrard.

Kveðja
Hörður


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband